ÚTBOÐ - Fráveita á Skagaströnd

ÚTBOÐ
Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir tilboðum í verkið
Fráveita á Skagaströnd – Áfangi 1: Hólanes – Einbúastígur.

Í verkinu felst vinna við sniðræsi fráveitu, frá Hólanesi til vesturs og norðurs meðfram Hólanesvegi og Strandgötu, allt að Einbúastíg, en þar opnast lögnin um bráðabirgðaútrás til sjávar vestan við Skagastrandarhöfn. Síðar verður þar byggð skolphreinsistöð, en vinna við hana er ekki hluti af útboðsverki þessu. Tengja skal núverandi skolpútrásir á leiðinni við hina nýju fráveitulögn, en hún verður úr plasti, þvermál ø300 mm – ø400mm, lengd tæplega 1,0 km. Útbúin verður gönguleið meðfram Strandgötu samhliða framkvæmdunum og er vinna við hana innifalin í verkinu.

Helstu magntölur:
Stofnlagnir, fráveita ø300-ø400 990 m
Tengilagnir, fráveita ø150-ø300 190 m
Fráveitubrunnar 13 stk


Opnunardagur tilboða er 1. mars 2022.


Verkinu skal lokið 1. nóvember 2022. Útboðsgögn verða afhent gjaldfrjálst á rafrænu formi frá og með 10. febrúar 2022.

Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti á netfangið atli@stodehf.is