Útgáfa tímarits um Skagaströnd

 Andrea Weber listakona og kennari í listgreinum við skóla í París, hefur gefið út tímarit „Skagaströnd Review“ þar sem hún lætur fortíð og nútíð mætast í myndum og texta. Tilgangur með útgáfunni er að gera listrænt verkefni á tímaritsformi sem er aðgengilegt á alþjóðlegu tungumáli. Að skapa nýjan skapandi vettvang fyrir ljósmyndasafnið og finna nálgun sem hentað komandi kynslóðum. Að gera Skagaströnd betur sýnilega og kynnta sem menningarlegt samfélag, bæði innan lands og utan.

Tímaritið „Skagaströnd Review“ er rannsóknar og þróunarverkefni sem Andrea skilar til samfélagsins með fyrstu útgáfu þess.

Andrea hefur dvalið nokkrum sinnum í Nes listamiðstöð og komið í reglulegar heimsóknir og tekið ákveðnu ástfóstri við byggðina stofnað til vináttu við marga íbúa á Skagaströnd.

Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við sveitarfélagið, Nes listamiðsöð, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands og með styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.

Andrea býður til útgáfuteitis kl 20.00 fimmtudaginn 3. mars í bókasafninu á efstu hæð Gamla Kaupfélagsins.