ÚTGÁFUKYNNING

  Á síðustu dögum hafa komið út tvö rit tengd Austur-Húnavatnssýslu:

 

FRÁ FJÖRU TIL FJALLS - Kynningarbæklingur um A-Hún. sem kemur út á vegum Ferðamálafélags A-Hún. Bæklingurinn er tæpar 50 síður í A5 broti og inniheldur upplýsingar til ferðamanna um sýsluna, auk auglýsinga frá aðilum í ferðaþjónustu. 

 

HÚNAVAKA 2014 – Ársrit USAH sem nú kemur út í 54. sinn. Ritið er tæpar 300 bls. að stærð og inniheldur margvíslegan fróðleik, s.s. viðtöl, frásagnir, kveðskap, fréttir o.fl.

 

ÚTGÁFUKYNNING - Á morgun, uppstigningardag, verður haldinn sameiginlegur kynningarfundur á kynningarbæklingnum og Húnavökuritinu. Fundurinn verður í Eyvindarstofu á Blönduósi, kl. 17:30 og stendur í ca. hálftíma. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.  

 

Við viljum hvetja þig til að mæta og fjalla í framhaldinu um þessi rit sem bæði stuðla að því að styrkja A-Hún.

 

Með bestu kveðjum.

Ferðamálafélag  A-Hún.

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga