Útvarp Kántrýbær aftur í loftinu og á netinu

Hallbjörn kántrýkóngur er aftur farinn að senda út kántrýtónlistina sína á öldum ljósvakans.  Hann er stórhuga sem fyrr og lætur sér ekki nægja víðáttur loftsins heldur notast við óravíddir internetsins einnig.  Auk þess að senda út á FM 96,7 og 102,1 sendir hann kántrýtónana í gegn um heimasíðuna http://www.kantry.is/ þar sem er hægt að ná útsendingunni hvar sem er í veröldinni. Kántrýútvarp á netinu hefur mælst vel fyrir og er gaman að geta þess að Útvarp Kántrýbær á til dæmis stóran hlustendahóp í Þýskalandi, en eins og margir vita eru þjóðverjar dottnir í kántrýgírinn samanber framlag þeirra í Eurovision 2006.