Veðurspá fram í desember!

 

 

Skagstrendingar geta eins og aðrir á Norðurlandi vestra búist við að veðrið verði bara aldeilis gott fram í desember. Þetta fullyrðir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á bloggi sínu, http://esv.blog.is. Hann segir að hlýrra verði hér en meðaltal og lítið um rigningu.

 

Einar segir þetta:

 

a. Frekar hýtt á landinu. 1-2°C yfir meðalagi, einkum norðvestantil og norðanlands. 50-70% líkur að það verði í hlýjasta lagi (80% eða í efsta fimmtungi) b. Fremur úrkomusamt verður um vestanvert landið miðað við meðaltal, en úrkoma í meðaltali eða þaðan af minna austan- og suðaustanlands. 

Meira um tilkomulítil, en rakaþrungin lægðardrög.

c. Hærri þrýstingur yfir hafsvæðunum suðaustur af landinu og Skandinavíu. Lægðagangur hér við land minni og ómerkilegri heilt yfir en annars hér á haustin.

d. Ríkjandi vindar verða frekar S og SV á kostnað A- og NA-átta.

 

Reikningar IRI  við Colombia háskólann í New Yorkgefa svipaðar niðurstöðu, þ.e. að á Íslandi séu verulegar líkur á meðalhita þessa mánuði í efsta þriðjungi. Breska Veðurstofan gerir ráð fyrir nokkuð stöðugu veðri á Bretlandseyjum með minni úrkomu en í venjulegu árferði, í samræmi við  háþrýsting að jafnaði þar og norður á okkar slóðir.

Horfur um veður í sumar gengu ótrúlega vel eftir.  Við sjáum hins vegar til með haustið.