Vefmyndavélarnar á höfninni enn óvirkar

Eins og þeir sem reyna að heimsækja vefmyndavélarnar á höfninni hafa tekið eftir þá eru þær enn óvirkar.  Verið er að vinna í málinu og ástæðan eru tæknilegir örðugleikar með ADSL beininn.  

Þessi gerð beina ræður að því er virðist ekki við vefmyndavélarnar. Aðrar lausnir hafa verið skoðaðar í samráði við tæknimenn Símanns.

Vonast er til að einhver niðurstaða verði komin í málið í næstu viku.