Vegna boðaðra verkfallsaðgerða

Vegna boðaðra verkfallsaðgerða

Fyrirhugað er að verkfall félagsmanna Kjalar hefjist mánudaginn 9. mars næstkomandi og standi yfir fram á miðnætti þriðjudaginn 10. mars.

Verkfallsaðgerðir munu hafa áhrif á starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins á meðan á því stendur. Einhverjar stofnanir þurfa að loka en aðrar geta veitt skerta þjónustu á verkfallsdögum.

Ef samningar nást milli aðila fyrir mánudag verður ekki af verkfalli og starfsemi helst óbreytt hjá stofnunum sveitarfélagsins.

Skrifstofa sveitarfélagsins:

Skrifstofa verður opin á hefbundnum opnunartíma þó einhver röskun geti orðið á því yfir daginn þar sem starfsfólk skrifstofu verður þá í verkfalli utan við sveitarstjóra. Símsvörun verður skert.

Höfðaskóli:

Skerða þarf þjónustu í grunnskóla og verður fyrirkomulag sem hér segir:

· Enginn skóli verður hjá yngsta- og miðstigi.

· Hefbundin kennsla verður í unglingadeild.

· Ekki verður boðið upp á hádegismat

Íþróttahús- og sundlaug:

Hefðbundinn opnunartími.

Bókasafn:

Lokað.

Félagsstarf aldraðra:

Lokað.

Skagastrandarhöfn:

Líklegt er að lokað verð á mánudag en að hægt verði að landa á þriðjudag. Tilkynnt verður um allar breytingar. 

Félagsmiðstöðin Undirheimar:

Lokað.

Þess má geta að leikskólinn Barnaból er einkarekinn og verður því hefðbundinn opnunartími í leikskóla þó að verkföll skelli á.

 

Sveitarstjóri