Upplýsingaöflun vegna óveðurs í desember

Ljósmyndari: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmyndari: Árni Geir Ingvarsson
Í kjölfar þess óveðurs sem gekk yfir í desember hefur ríkisstjórnin samþykkt að skipa átakshóp sem mun m.a. vinna að tillögum á úrbótum á innviðum í raforku og fjarskiptum. Stefnt er að því að hópurinn skili tillögum frá sér í mars 2020.
 
Vegna þessa munu sveitarfélögin hér á svæðinu safna upplýsingum um tjón sem hlaust vegna  veðursins og er óskað eftir upplýsingum um allt tjón þ.m.t. búfjár-, eigna-, og girðingatjón. Þá er óskað eftir upplýsingum um rafmagns- og fjarskiptaleysi. Allar ábendingum sem eru málinu viðkomandi eru vel þegnar.
 
Upplýsingarnar verða notaðar til þess að vinna skýrslu fyrir átakshóp ríkisstjórnar og nýttar sem grunnur að viðbragðáætlun vegna fárviðra á svæðinu.
 
Mikilvægt er að upplýsingarnar berist sveitarfélaginu fyrir 13. janúar nk. en hægt er að hafa samband við skrifstofu í síma 455-2700 eða senda póst beint á sveitarstjóra á sveitarstjori@skagastrond.is
 
Sveitarstjóri