Vegna samkomubanns

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að til þess að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 yrði sett á samkomubann á landinu sem mun standa í 4 vikur. Samkomubannið tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Miðað er við 100 manna samkomur. 

Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum á meðan bannið er í gildi.

Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ekki hafa verið gefin út. Við bíðum átekta þangað til frekari fyrirmæli berast.

Verða allar nauðsynlegar upplýsingar settar inn á heimasíðu sveitarfélagsins um leið og mögulegt er.

 

Sveitarstjóri