Vel heppnaður sjómannadagur á Skagaströnd

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Skagaströnd í gær, laugardag. Veðrið var afskaplega gott, hlýtt en nokkur strekkingur.

Um morguninn var farið í skúrðgöngu frá höfninni og að Hólaneskirkju. Þetta hefur verið hefð svo lengi sem elstu menn muna. Úrsúla Árnadóttir, sóknarprestur, messaði og á eftir var lagður blómakrans við minnismerki drukknaðra sjómanna.

Skemmtun var á hafnarhússplani og hófst hún með fallsbyssuskoti. Farið var í kappsiglingu í höfninni.  Á planinu reyndu karlar og konur með sér í alls kyns leikjum og íþróttum.

á eftir var boðið upp á kaffi og bakkelsi í Fellsborg og um kvöldið var þar stórdansleikur þar sem hljómsveitin Matti og draugabanarnir léku fram eftir nóttu.