Verðlaun í ratleik á Spákonufellshöfða

Dregið hefur verið úr réttum svörum í ratleiknum sem efnt var til er gönguleiðirnar á Spákonufellshöfða voru formlega opnaðar. Tvær ungar dömur skrifuðu sig á sama svarblaðið. Þær heita Ásdís Birta Árnadóttir og Aldís Embla Björnsdóttir, báðar eru þær 11 ára.

 

Þær fá í verðlaun bókina „Íslenskur fuglavísir“ eftir Jóhann Óla Hilmarsson, fuglafræðing. Höfundurinn tók allar myndirnar sem eru á

fugla- og gróðurskiltunum á Höfðanum og samdi auk þess textann. Bókin hefur verið mjög vinsæl en er nú hins vegar orðin afar fágæt.

 

Vonandi verður bókin til þess að hinir ungu vinningshafar fái áhuga á fuglum landsins og hún verði þeim til gleði og ánægju um ókomna tíð.

 

Þátttaka í ratleiknum var mjög góð og bárust fimmtíu og sjö svarblöð. 

Sveitarfélagið Skagaströnd þakkar öllum fyrir þátttökuna.