Verður spurt um Elvis Presley í Drekktu betur?

Spurningakeppnin skemmtilega sem í hálfkæringi gengur undir nafninu Drekktu betur verður á dagskránni í Kántrýbæ föstudagskvöldið 28. janúar kl. 21:30.

Þar stíga á stokk mæðgurnar Linda Kristjánsdóttir og Írena Rúnarsdóttir, önnur  spyr og hin dæmir í vafamálum en saman hafa þær samið spurningar kvöldsins.

Spurningarnar verða fjölbreyttar og án efa skemmtilegar enda er ekki tilgangurinn sá að upplýsa um þekkingu þátttakenda heldur fyrst og fremst að skemmt þeim.

Ástæða er fólk til að mæta þó ekki væri til annars en að kanna hvort einhver spurning komum Elvis heitinn Presley.