Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra

Vilt þú taka þátt í festa forvarnaráætlun FORNOR í sessi?

Forvarnaráætlun FORNOR er verkefni á Norðurlandi vestra sem miðar að því að efla heilsu og vellíðan um 2000 barna og ungmenna á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í framhaldsskóla.

 

Sveitarfélagið Skagaströnd leitar að öflugum verkefnastjóra til að leiða forvarnaráætlun sem sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa sett sér sameiginlega. Markmið verkefnisins eru fjölþætt og felst m.a. í því að koma á tengingu milli forvarnateyma þessara fjögurra sveitarfélaga og skipuleggja fræðslu á svæðinu.

 

Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs sem byggir á styrktarsamningi við og mennta- og barnamálaráðuneytið.

 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

 

Helstu verkefni:

Að sameina og virkja samstarf milli sveitarfélaganna og þeirra einstaklinga og stofnana sem hafa aðkomu að forvörnum ungmenna á Norðurlandi vestra

Mótun aðgerða, verkferla, tíma- og verkáætlana til að tryggja farsælasta innleiðingu FORNOR

Skipuleggja forvarnarfræðslu í samræmi við markmið verkefnisins fyrir ungmenni á svæðinu í samvinnu við forvarnarteymin

Ná yfirsýn yfir núverandi þjónustu við ungmenni í hverju sveitarfélagi með kortlagningu og mati um árangur hennar

Vinna með niðurstöður kannana og skimana til að leggja mat á árangur áætlunarinnar

Leiða reglulegt endurmat á forvarnaráætluninni í þeim tilgangi að tilætlaður árangur náist

Uppfæra forvarnar- og fræðsluáætlun til 2030

Umsjón með verkefnisskilum og skil á lokaskýrslu vegna verkefnisins í samræmi við samning

Annað sem fellur að tilgangi verkefnisins

 

Menntun og hæfni:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði félags-, mennta- eða heilbrigðismála

Farsæl reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu

Farsæl reynsla af vinnu við og þekking á forvörnum ungmenna

Reynsla innan stjórnsýslu sveitarfélaga eða ríkis er kostur

Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun

Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli

Góð almenn tölvufærni

Nánari upplýsingar veitir Berglind Hlín Baldursdóttir deildarstjóri stoðþjónustu hjá Höfðaskólapallbg@ssh.is, berglindhlin@hofdaskola.is.

 

Aðal starfsstöð verkefnastjóra verður í Höfðaskóla á Skagaströnd.

Í starfinu felast reglubundin ferðalög innan Norðurlands vestra og því nauðsynlegt að viðkomandi hafi ökuréttindi og bíl til umráða.

 

Umsækjendur sendi kynningarbréf og ferilsskrá í gegnum ráðningarvefinn alfred.is, sjá hér.
Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2026.

Sveitarfélagið Skagaströnd hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið.