Viðtalstími vegna verkefnastyrkja

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um verkefnastyrki hjá menningarráði Norðurlands vestra. Tilgangurinn er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu í landshlutanum.

Vegna auglýsingarinnar er Ingibergur Guðmundsson, menningarfulltrúi ráðsins, með viðtalstíma. Á Skagaströnd verður viðtalstími miðvikudaginn 3. mars frá klukkan 16:30 til 17:00.