Viðvíkurkaffi

Miðvkudaginn 23. júní sl. var opnað í Gamla skólanum á Skagaströnd kaffihúsið Viðvíkurkaffi. Kaffihúsið er hugsað sem menningarkaffihús og að þar verði til staðar upplýsingar bæði um menningu, sögu og umhverfi staðarins. Fyrir rekstri Viðvíkurkaffis standa þær Dagný Sigmarsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir og Sigrún Lárusdóttir. Opnunartími kaffihússins er eftirfarandi: mánudaga - fimmtudaga kl. 14.00 - 22.30 föstudaga kl. 14.00 - 23.30 laugardaga kl. 11.00 - 23.30 sunnudaga kl. 11.00 - 22.30 Í kaffihúsinu er uppi sýning á gömlum ljósmyndum frá Skagaströnd úr safni Guðmundar Kr. Guðnasonar.