Viðvörun frá Almannavörnum

 

Veðurstofan hefur sent frá sér meðfylgjandi viðvörun.

 

Fundur var haldinn á Veðurstofunni í dag kl. 12:00. Í stuttu máli sagt mun þetta veður hafa áhrif um allt land með miklum truflunum á samgöngum, innanlandsflug mun stöðvast á meðan veður gengur yfir, millilandaflug seinni partinn á morgun og annað kvöld mun raskast eða stöðvast og vegasamgöngur á stórum hluta landsins mun stöðvast.

 

Ferill komandi lægðar og fallandi þrýstingur sem henni fylgir gæti aukið líkur á sjávarflóðum, þetta fer eftir því hvernig hún mun hitta á landið.

 

Spáð er ofsaviðri eða fárviðri víðast hvar á landinu með tilheyrandi hættu. Ofsaviðri eða fárviðir getur valdið tjóni á mannvirkjum. (Ofsaviðri = meðalvindhraði meiri en 28 m/sek, Fárviðri = meðalvindhraði meiri en 32 m/sek)

 

Miklar líkur eru á að óveðrið muni valda truflunum á rafmagnsdreyfingu.

 

Fundað verður aftur með Veðurstofunni kl. 14:00 í dag og kl. 20:00 í kvöld. Á fundinum í kvöld verða m.a. fulltrúar frá Vegagerðinni, ISAVIA, Landhelgisgæslunni og Landsneti.  Við munum halda ykkur upplýstum eins og hægt er og senda ykkur frekari upplýsingar eftir fundina eins og þurfa þykir.

 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun upplýsa fjölmiðla og aðra aðila eftir hefðbundnum leiðum. Lögreglustjórar eru hvattir til að upplýsa samstarfsaðila í sínum umdæmum sem fyrst og huga að tímanlegri virkjun aðgerðarstjórna sinna.

 

Samhæfingarstöðin verður virkjuð á morgun en nánari tímasetning er ekki enn ákveðin. Einnig er í skoðun að lýsa yfir hættustigi rauður fyrir allt landið vegna veðursins.