Viltu koma út að leika! Ratleikur á sjómannadag

Viltu koma út að leika!?

Við ætlum að hafa ratleik um bæinn á Sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní, þar sem allir, ungir sem aldnir, geta tekið þátt og allir eru velkomnir.

Mæting er við Stjórnsýsluhúsið klukkan 14:00 þar sem sveitarstjóri og Óli Benna munu útskýra leikreglurnar fyrir fólki.

 

Þáttakendum verður skipt í 7 hópa af handahófi en leikurinn mun berast um bæinn þveran og endilangan.

Stöðvarnar í ratleiknum verða sjö og á hverri stöð þarf hópurinn að leysa létta þraut áður en haldið er áfram.

 

Að leik loknum býður sveitarfélagið þátttakendum í vöfflukaffi.

Munið að klæðast eftir veðri!

Sveitarstjóri