Vinna hafin við nýjan sparkvöll

Fyrsta skóflustungan af nýjum sparkvelli við Höfðaskóla var tekin í morgun að viðstöddum nemendum, kennurum og hreppsnefnd Höfðahrepps. Byggður verður gerfigrasvöllur með stuðningi frá KSÍ sem leggur til gerfigrasið. Völlurinn verður upphitaður og flóðlýstur til að auka notagildi hans yfir vetrarmánuðina. Umhverfis völlin verður svo sett timburgirðing. Það kom í hlut 1. bekkjar að taka skóflustunguna og nutu þau til þess aðstoðar bæði hreppsnefndarmanna og kennara við skólann. Nemendurnir heita frá vinstri, Egill Örn, Guðmann Einar, Guðrún Rós, Ísak Lehmann, Ísak Karl, Birta Dögg og Firðmann Kári. Á myndinni eru einnig þau Jensína, Adolf og Hildur.