Vinnumálastofnun leitar eftir starfsfólki

 

Greiðslustofa Vinnumálastofnunar á Skagaströnd leitar eftir starfsfólki vegna  aukinnar umsýslu með atvinnuleysistryggingar. Um er að ræða tímabundin störf í 4 – 6 mánuði við bakvinnslu umsókna, almenn skrifstofustörf, símsvörun og upplýsingagjöf. Leitað er að áhugasömu fólki með góða leikni í mannlegum samskiptum, lipurð í tölvunotkun og áhuga á að skila góðu starfi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum SFR. Boðið verður upp á nýliðaþjálfun.

Hlutverk Greiðslustofunnar er að sjá um greiðslur atvinnuleysistrygginga fyrir allt landið en hún heyrir undir Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra sem rekur jafnframt þjónustuskrifstofur í umdæminu. Hjá stofnuninni starfar nú 15 manna hópur sem tekur vel á móti nýju samstarfsfólki.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband og kynna sér þau störf sem eru í boði ásamt því að skoða upplýsingar um starfsemi Vinnumálastofnunar á www.vinnumalastofnun.is. Athygli er vakin á því að þar sem um tímabundin störf er að ræða og hafa þarf hraðar hendur við ráðningar þá verður ekki fylgt formlegu umsóknarferli heldur valið úr þeim umsækjendum sem setja sig í samband og skila inn umsókn með ferilskrá.

Líney Árnadóttir forstöðukona veitir upplýsingar í síma 582 4900 og tekur við umsóknum á netfangið liney.arnadottir@vmst.is