Vinnuskóli á Skagaströnd

 Vinnuskóli Skagastrandar hefst þriðjudaginn 3. júní 2014. Nemendur sem eru skráðir í vinnuskólann mæti við áhaldahús kl 9.00.

 

Skráning í Vinnuskóla Skagastrandar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Sérstök athygli er vakin á að störf í vinnuskóla verða einungis fyrir nemendur sem eru að ljúka 8., 9. og 10. bekk.

 

Með tilvísun í reglugerð um vinnu barna og unglinga er einungis heimilt að ráða 13 ára og eldri til starfa í vinnuskólum. Því takmarkast ráðning í vinnuskóla við fyrrgreind aldursmörk.

 

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.

 

 

 

Sveitarstjóri