Vinnuskóli sumarið 2021

Vinnuskóli Skagastrandar hefst þriðjudaginn 1. júní og lýkur föstudaginn 30. júlí.

Þeir nemendur sem skráðir eru í Vinnuskólann eru beðnir um að mæta stundvíslega kl. 9:00 niður í áhaldahús 1. júní þar sem flokkstjórar taka á móti ykkur.

 

Vinnuskóli Skagastrandar er fyrir nemendur, búsetta á Skagaströnd, sem hafa nýlokið 8., 9. og 10. bekk Höfðaskóla.

Markmið vinnuskóla er að gefa unglingum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu.

Skráning í vinnuskólann er á skrifstofu sveitarfélagsins

 

Vinnutími

Júní

Daglegur vinnutími 8., 9. og 10. bekkjar verður frá 09-12 og 13-16 mánudaga til miðvikudaga. Engin Vinnuskóli verður á fimmtudögum og föstudögum í júní.

Júlí

Daglegur vinnutími 8. og 9. bekkja er frá 09-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga, ekki er unnið á föstudögum.

Daglegur vinnutími 10. bekkjar er frá 09-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum til 12:00.

Laun
Laun eru greidd út mánaðarlega

Nemendur 10. bekkjar þurfa að skila skattkorti og greiða félagsgjöld og lífeyrissjóð.

Iðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16 ára afmælisdag.

14 ára 30% af lfl. 117-1 / 755 m/orlofi

15 ára 40% af lfl. 117-1 / 1.007 m/orlofi

16 ára 50% af lfl. 117-1 / 1.258 m/orlofi

Laun eru lögð inn á bankareikning sem verður að vera á nafni og kennitölu viðkomandi unglings. Nemendur vinnuskóla eru tryggðir launþegatryggingu sem tryggir þá í vinnu og á beinni leið til og frá vinnu.

Starfsreglur
Reglur Vinnuskólans eru einfaldar og skýrar.

· Mæta skal á réttum tíma á réttum stað.

· Sýna skal flokkstjórum kurteisi sem og öllum öðrum.

· Einelti er ekki liðið.

· Reykingar eru stranglega bannaðar.

· Símar eru ekki bannaðir en ætlast er til að notkun sé í hófi.

Fatnaður
Nemendur Vinnuskóla skulu leggja sér til allan vinnufatnað en Vinnuskólinn leggur til öryggisvesti sem öllum er skylt að nota sem og aðrar persónuhlífar þar sem við á. Öllum er ráðlagt að merkja fatnað,skó og stígvél.

Engin ábyrgð er tekin á fötum eða öðrum hlutum sem nemendur taka með sér á vinnustað.

Brot á starfsreglum Vinnuskólans getur þýtt brottvísun að undangenginni áminningu.

Símar Vinnuskólans
Áhaldahús: 4522607 Árni Geir: 8614267

Netfang Vinnuskólans er ahaldahus@skagastrond.is