Vinnuskólinn byrjar þriðjudaginn 4. júní nk

Vinnuskóli Skagastrandar hefst þriðjudaginn 4. júní nk.

Þeir nemendur sem skráðir eru í Vinnuskólann eru beðnir um að mæta stundvíslega kl. 9:00 niður í áhaldahús þar sem flokkstjóri tekur á móti ykkur. 

Daglegur vinnutími  10. bekkjar er frá 09-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum til 12:00.

Daglegur vinnutími  8. og 9. bekkja er frá 09-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga ekki er unnið á föstudögum.

 Laun v. Vinnuskóla 2019 

8. bekkur: 513 kr á tímann

9. bekkur: 611 kr á tímann

10. bekkur: 769 kr á tímann

 

Sveitarstjóri