Vinnustofa um notkun upplýsingatækni í kennslu.

Miðvikudaginn 6. Febrúar var haldin, á vegum grunnskóla Húnavatnssýslna, mjög áhugaverð og gagnleg vinnustofa um notkun upplýsingatækni í kennslu.

Í stefnumótunarskjali menntamálaráðuneytisins segir:  „Allir skulu hafa tækifæri til að tileinka sér nauðsynlega færni og taka á eigin forsendum þátt í samfélagi upplýsinga og þekkingar“. Í skjalinu segir einnig að „kennarar verði að fá haldgóða kennslu og þjálfun í að nota upplýsingatækni við úrlausnir hvers kyns verkefna“.

Kennari þarf ekki aðeins að ná tökum á grunnvallaratriðum upplýsingatækninnar og öðlast þar ákveðan færni, heldur þarf hann einnig að geta beitt tækninni markvisst í kennslu. Til að svo megi vera er nauðsynlegt að kennarinn hafi góða yfirsýn yfir efnið sem í boði er. Framboð tækja og forrita er mikið og stöðugt bætist við flóruna. Það getur þess vegna verið krefjandi fyrir kennarann að finna aðferðir, hugmyndir og tækni sem henta honum og viðkomandi nemendahópi“.

·         Tilgangur vinnustofunnar var að kynna nytsamleg forrit sem eru auðveld í notkun. 

·         Vinnustofan var ætluð öllum  kennurum, á öllum stigum grunnskóla og úr öllum faggreinum.

·         Leiðbeinandi vinnustofunnar var Sonja Suska, kennari Húnavallaskóla.

·         Vinnustofan var haldin í Húnavallaskóla

 

Mynd: Áhugasamir þátttakendur og leiðbeinandi (þriðji frá vinstri, fremri röð)

Kv

Guðjón E. Ólafsson