Virðing og umhyggja - ákall 21. aldar

Námskeið á vegum Fræðsluskrifstofu A-Hún.

 

Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hélt námskeið fyrir kennara leik- og grunnskóla Húnavatnssýslna og Borðeyrar 25. september síðast liðinn. Umfjöllunarefnið var gagnkvæm virðing og umhyggja og hvernig  byggja á upp góðan bekkjar- og skólabrag og styrkja nemandann félagslega og námslega.

Nálgaðist hún efnið þannig að fræði og framkvæmd voru tengd nánum böndum. Sérstaka áherslu lagði hún á leiðir við að leysa árekstra og ágreiningsmál.

Þátttakendur unnu einnig verkefni í hópum.

Myndir: Þátttakendur og  leiðbeinandi.