Karlinn brosir í brúnni enda úrgreiðsluborðið fullt af fiski eins og hann  vill hafa það. Myndin var tekin um borð í Ólafi Magnússyni Hu 54 á  netavertíð.  Karlarnir eru, frá vinstri: Kristján Karlsson á rúllunni,  Stefán Jósefsson  skipstjóri og útgerðamaður í brúnni,  Ragnar Ingvarsson og Hjörtur Guðmundsson við úrgreiðsluborðið.  Maðurinn bak við Ragnar er Kristinn Thor Sigurðsson.  Myndina tók Árni Geir Ingvarsson sem var einn af hásetunum á  Ólafi á þessum tíma.   |