Í tilefni af 60 ára afmæli Höfðaskóla 1999 voru alls kyns  uppákomur í skólanum einn skóladaginn í nóvember það ár.  Eitt af því sem gestir gátu skoðað var sýnishorn af hvers  konar kennslugögn voru notuð í gamla daga.  Þessi mynd sýnir hluta af slíkum gömlum gögnum.  Í dag mundi þessi mynd líta mjög öðruvísi út með  vasareiknum, nettengdum tölvum, sjónvörpum og  spjaldtölvum sem nú einkenna kennsluumhverfið í  skólanum ásamt mun þægilegri húsgögnum.  |