H 34 með stóran heyfarm. H 34 var í eigu Gunnars Helgasonar  (d. 19.10.2007) vörubílstjóra sem átti marga bíla með þessu númeri.  Áður en núverandi tækni við heyverkun var þekkt þurfti að þurrka heyið  á túni og flytja það síðan heim í hlöðu áður en haustaði of mikið að með  öllum sínum rigningum og lægðagangi.  Þá var heyið gjarnan flutt á vörubíl að hlöðunni og því svo mokað inn með  hvíslum. Þá var nóg að gera fyrir börn og unglinga að troða niður heyið,  þjappa því saman í  hlöðunni, til að koma sem mestu fyrir þar.  Það af heyinu sem ekki komst inn í hlöðu var síðan sett í fúlgu við  hlöðuna og það þótti mikil kúnst að hlaða fúlguna rétt svo hún verði sig  sem best í rigningu. Í þeim tilgangi var oft breiddur strigi eða segl ofan á  hana þannig að vatnið rann út af fúlgunni en ekki inn í heyið.   |