21.12.2017			
	
	Athygli lesenda vefsins er vakin á því að fundargerðir sameiningarnefndar A-Hún eru aðgengilegar undir flipanum "Sameiningamál" hægra megin á síðunni.
 
	
		
		
		
			
					20.12.2017			
	
	Opið hús @ Nes Listamiðstöð
Gleðileg jól!
We welcome you to the last Nes opið hús for 2017!
It is a small group...only 6....but we promise it will be cozy and relaxed....
Come and see some lovely paintings, home-made tarot cards and new furniture designs!
miðvikudagur  20th
kl 19.00 - 21.00
Sjáumst þarna þá !
Copyright © 2017  Nes Listamiðstöð Ehf. All rights reserved.
You are receiving this email because you have subscribed to our newsletter or given us your email so we can keep in touch :) How nice!
Our mailing address is:
Nes Artist Residency
Fjörubraut 8
545 Skagaströnd
http:\\neslist.is
You can update your preferences or unsubscribe from this list.
 
	
		
		
			
					18.12.2017			
	
	Jólasveinarnir hafa samið við Foreldrafélag Höfðaskóla um að taka á móti pökkum og bréfum í skólanum fimmtudaginn 21. desember frá kl 18-20:00.
Sjálfir ætla þeir síðan að koma póstinum til skila á Þorláksmessu á milli 16 og 19:00.
Verð fyrir þjónustuna er eftirfarandi:
Bréf 100 kr
Pakki 500 kr
(Ath ekki er posi á staðnum)
Foreldrafélag Höfðaskóla
 
	
		
		
		
			
					15.12.2017			
	
	Jólasveinar
Skíðadeild Fram starfaði af miklum krafti um árabil, sá um skíðalyftuna
í Spákonufelli og byggði skíðaskálann.
Eftir nokkur snjólítil ár lagðist starfsemin af og á sama tíma var byggð
upp fyrsta flokks aðstaða í Tindastóli. Meðan skíðadeildin var og hét var
hún með samning við jólasveinana, um dreifingu á jólapósti á
Skagaströnd fyrir jólin. Samningurinn fól einnig í sér að félagar í
skíðadeildinni tækju á móti póstinum fyrir sveinana dagana fyrir jólin.
Á þessari mynd, sem tekin var á Þorláksmessu 1990, má sjá að jólasveinarnir
hafa tekið fjórhjól í þjónustu sína við dreifinguna enda slík hjól tilvalin til
fjallaferða og aðdrátta fyrir grýlu gömlu. .
Senda upplýsingar um myndina
 
	
		
		
			
					13.12.2017			
	
	Fundur sveitarstjórnar fimmtudaginn 14. desember hefst kl 10.00 en ekki kl 8.00 eins og fram kemur í fyrri auglýsingu um fundinn.
Sveitarstjóri
 
	
		
		
			
					12.12.2017			
	
	FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 14. desember 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Álagningareglur útsvars og fasteignagjalda 2018
Fjárhagsáætlun 2018 (seinni umræða)
Umsókn til Húsafriðunarsjóðs
Byggðakvóti
Fundargerðir:
Sameiningarnefndar A-Hún, 6.12.2017
Þjónusturáðs um málefni fatlaðra, 5.12.2017
Hafnasambands Íslands, 1.12.2017
Önnur mál
Sveitarstjóri
 
	
		
		
		
			
					08.12.2017			
	
	Á jólaballi
Myndin var sennilega tekin á  jóla- barnaballi í Tunnunni upp úr 1960.
Þá sátu ballgestir á bekkjum meðfram veggjunum sitt hvoru megin í
salnum, gjarnan strákar öðru megin og stelpur hinum megin.
Á myndinni eru frá vinstri: Óskar Kristinsson úr Héðinshöfða,
Elínborg Jónsdóttir (d. 7.1.2007) kennari í Röðulfelli,
Örn Berg Guðmundsson (Assi) úr Höfðabrekku, Árni Ingibjörnsson á
Hólabraut, Rúnar Ingvarsson á Bogabraut, Ísleifur Þorbjörnsson í Akurgerði,
Jóhannes Pálsson (d.23.11.1986) á Bogabraut, Guðmundur Guðmundsson í
Skeifunni, Sævar Hallgrímsson í Bragganum, Bergur Þórðarson í Herðubreið,
Eðvarð Ingvason (d.29.5.2011) í Valhöll og Ómar Jakobsson í Grund.
Senda upplýsingar um myndina
 
	
		
		
			
					07.12.2017			
	
	Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún
Verða sem hér segir:
Húnavöllum  þriðjudaginn 12. des. kl: 1530.
Blönduósi í Blönduóskirkju miðvikudaginn 13. des. kl: 1700.
Skagaströnd í Hólaneskirkju fimmtudaginn 14. des. kl: 1700.
Allir velkomnir.
Kennsla hefst á nýju ári miðvikudaginn 3.jan. samkvæmt stundaskrá.
Skólastjóri
 
	
		
		
			
					05.12.2017			
	
	Þriðjudaginn 5. des. kl. 18.00 verður aðventurhátíð Skagastrandarprestakalls í Hólaneskirkju.
Kirkjukór Hólaneskirkju, Sunnudagskóla- og TTT- börnin flytja jóla- og aðventusöngva undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.
Fermingarbörn flytja hugvekjuþátt um ljósið og Litli jólakórinn, barna í 4. og 5. bekk Höfðaskóla syngja falleg lög undir stjórn Ástrósar Elísdóttur. Jón Ólafur Sigurjónsson flytur jólahugleiðingu og Sr. Bryndís Valbjarnardóttir jólasögu.
Verið öll hjartanlega velkomin.
 
	
		
		
			
					04.12.2017			
	
	FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 7. desember 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Fjárhagsáætlun 2018 (fyrri umræða)
Félags- og skólaþjónustua A-Hún
Fundur stjórnar 28. nóv. 2017
Fjárhagsáætlun 2018
Tónlistarskóli A-Hún
Fundur stjórnar 7. nóv. 2017
Fjárhagsáætlun 2018
Málefni fatlaðra
Fundur þjónusturáðs 2. nóvember 2107
Rekstraryfirlit jan-sept 2017
Sameiginleg lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Nl. vestra
Samningur um refaveiðar 2017-2019
Hólanes ehf - hlutafjáraukning
Bréf
Atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins, 21. nóv. 2017
Hólaneskirkju, dags. 12. nóv. 2017
Snorraverkefnisins, 20. nóv. 2017
Sambands ísl. sveitarfélaga, 4. des. 2017
Fundargerðir:
Tómstunda- og menningarmálanefndar, 7.11.2017
Hafnar og skipulagsnefndar, 6.11.2017
Sameiningarnefndar 31.011.2017
Stjórnar Norðurár bs., 1.11.2017
Stjórnar SSNV, 7.11.2017
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27.10.2017
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24.11.2017
Önnur mál
Sveitarstjóri