25.05.2021
Kjörskrá vegna fyrirhugaðra sameiningarkosninga sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu liggur nú frammi á skrifstofu Sveitarfélags Skagastrandar fram að kjördegi, laugardaginn 5. júní 2021.
24.05.2021
Sveitarstjórn Skagastrandar ákvað á fundi sínum þann 21. maí sl. að auglýsa Fellsborg til leigu ásamt því að auglýsa eftir aðilium til þess að sjá um skólamötuneyti Höfðaskóla.
24.05.2021
Vinnuskóli sveitarfélagsins hefst þriðjudaginn 1. júní nk.
19.05.2021
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar kl. 8:30 föstudaginn 21. maí 2021 á skrifstofu sveitarfélagsins.
18.05.2021
Skógræktin hefur undirritað samning við One Tree Planted um gróðursetningu 180.000 trjáplantna í hlíðum Spákonufells ofan þéttbýlisins á Skagaströnd. Verkefninu lýkur haustið 2024 og í kjölfarið vex upp skógur sem meðal annars nýtist íbúum Skagastrandar, nágrönnum þeirra og gestum til útivistar.
18.05.2021
Kynningarbæklingi um sameiningartillöguna er dreift í hvert hús í Austur-Húnavatnssýslu þessa vikuna, í samstarfi við Feyki. Í Feyki eru viðtöl og umfjöllun um verkefnið.
11.05.2021
Viðmiðunardagur kjörskrár fyrir komandi sameiningarkosningu í Austur-Húnavatnssýslu er 15. maí næstkomandi. Um er að ræða sameiningarkosningu þar sem íbúar taka afstöðu til sameiningar Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og sveitarfélagsins Skagastrandar í Austur-Húnavatnssýslu.