Skipulagsauglýsing - Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagastrandar 2019-2035

Skipulagsauglýsing aðalskipulags Skagastrandar.

Samkvæmt 31. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að Aðal­skipu­lagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2019-2035.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3 frá og með 13. apríl til og með 26. maí 2022. Tillagan er einnig aðgengileg hér:

 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 26. maí 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd eða á netfangið skagastrond@skagastrond.is, merkt endurskoðun aðalskipulags.

Virðingarfyllst

Sveitarstjóri Skagastrandar