09.01.2017
Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Sveitarfélaginu Skagaströnd, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu sem ekki hafa þegar verið tengd. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Skagastrandar, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.
Auglýst er eftir:
A. Aðila, eða aðilum, sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingu eða annarri a.m.k. 100Mb/s þráðbundinni netþjónustu á Skagaströnd utan þéttbýlis á árinu 2017 á markaðslegum forsendum.
B. Hæfum aðila, eða aðilum, til að taka að sér að byggja upp ljósleiðarakerfi með stuðningi frá opinberum aðilum og e.t.v. reka til framtíðar, komi til þess að enginn aðili svari lið A. hér að ofan. Aðilar sem óska eftir stuðningi skulu uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa, raunhæfa verkáætlun o. fl.
C. Eiganda mögulegra fyrirliggjandi fjarskiptainnviða á Skagaströnd sem er tilbúinn að leggja þá til við uppbygginguna gegn endurgjaldi sem bjóðist öllum sem lýsa yfir áhuga á uppbyggingu samkvæmt B. hér að ofan á jafnræðisgrundvelli. Áhugasamir skulu senda tilkynningu til skrifstofu sveitarfélagsins á netfangið skagastrond@skagastrond.is fyrir kl. 12:00 þann 10. janúar 2017. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk upplýsinga um ofangreint eftir því sem við á. Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og skýringum og skulu slíkar fyrirspurnir sendar á netfangið: skagastrond@skagastrond.is Áhugakönnun þessi er ekki skuldbindandi, hvorki fyrir sveitarfélagið né þá sem sýna verkefninu áhuga.
Sveitarfélagið Skagaströnd
Magnús B. Jónsson
sveitarstjóri
06.01.2017
Skagaströnd
Mynd af Skagaströnd, líklega tekin rétt fyrir 1950. Hafnarhúsið er
komið á sinn stað en það var upphaflega byggt á hafnarsvæðinu
þar sem síldarverksmiðjan reis seinna.
Framan við það (vestan við það) er "Dokkin", sem átti að verða lífhöfn
fyrir litla báta en var aldrei notuð sem slík. Hún var svo fyllt upp með
sanddælingu þegar verið var að dýpka höfnina. Uppfylling er komin fyrir
Skúffugarðinn en ekki er búið eð reka niður stálþilið sem þar er.
Mörg húsanna á myndinni eru nú horfin en önnur komin í staðin.
04.01.2017
Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi föstudaginn 6. janúar 2017.
Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.
04.01.2017
Félagsstarfið í Fellsborg byrjar aftur 9. janúar 2017 og er á mánudögum og fimmtudögum frá kl.14-17.
Öryrkjar og 60 ára og eldri velkomnir .
Hafið samband við Obbu í 861 4683 ef óskað er eftir akstri til og frá félagsstarfi.
Hlökkum til að sjá ykkur
Obba og Ásthildur
03.01.2017
Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.
Rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018, áhersluþættir við styrkveitingar til meistaranema 2017 og Starfsáætlun sambandsins árið 2017 er að finna á vef sambandsins, www.samband.is.
Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við stefnumörkun sambandsins. Heimilt er að tilgreina verkefni þó svo að þau séu ekki í skjali yfir áhersluþætti við styrkveitingar 2017 en verkefnið verður þó að eiga góða skírskotun til stefnumörkunarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson.
Netfang: valur@samband.is
Sími: 515-4915
Umsóknafrestur er til miðnættis 1. febrúar 2017.
02.01.2017
Vinsamlegast athugið
Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur orðið að gera eftirfarandi breytingar á opnunartíma Lyfju Skagaströnd útibúi í Janúar.
2. Janúar opið 12-16
3. Janúar opið 10-13
5. Janúar opið 10-13
10. Janúar opið 10-13
11. Janúar opið 12-16
12.Janúar opið 10-13
16. Janúar opið 12-16
17. Janúar opið 10-13
18. Janúar opið 12-16
23. Janúar opið 12-16
24. Janúar opið 10-13
25. Janúar opið 12-16
26. Janúar opið 10-13
27. Janúar opið 12-16
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið. Bent er á að næstu Lyfju er að finna á Blönduósi sem er opin 10-17 virka daga S:452-4385 og Lyfja Sauðárkróki S:453-5700 sem er opin 10-18 virka daga og 11-13 laugardaga.
30.12.2016
Ljósmyndasafn Skagastrandar óskar öllum gleðilegs nýs árs
og þakkar fyrir aðstoð og áhuga á liðnu ári.
Eins og alltaf þá umfaðmar Borgin okkur sem búum á Skagaströnd,
óhagganleg en síbreytileg.
Borgin hefur séð bæði góða tíma og slæma í litla bæjarfélaginu okkar en
vonandi mun hún sjá gott ár 2017 hjá okkur öllum.
30.12.2016
Minnt er á að umsóknarfrestur um frístundakort fyrir 2016 rennur út 31. janúar nk.
Foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á 15 þúsund króna styrk, fyrir hvert barn á grunnskólaaldri, sem þátt tekur í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Frístundakortin taka gildi 1. janúar ár hvert og gilda í eitt ár. Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku síðastliðins árs er í síðasta lagi 31. janúar næsta árs. Eftir það fellur réttur þess árs niður.
Tilgangur frístundakorta er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í hvers konar íþrótta- og æskulýðsstarfi og að jafna möguleika foreldra til að börnum sé það mögulegt.
Réttur til frístundakorts gildir í eitt ár og tekur gildi 1. janúar ár hvert. Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku ársins er í síðasta lagi 31. janúar næsta árs. Eftir það fellur réttur þess árs niður. Ákvörðun um frístundakort er bundin afgreiðslu fjárhagsáætlunar hvert ár.
Umsóknarblað
Reglur um frístundakort
29.12.2016
FLUGELDASALA – BRENNA – BLYSFÖR-FLUGELDASÝNING
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Strandar og Umf. Fram verður í ár að Oddagötu 4 í húsnæði Rauðakrossins. Opnunartímar verða sem hér segir:
Miðvikudaginn 28. des kl. 20-22
Fimmtudaginn 29. des kl. 16-22
Föstudaginn 30. des kl. 16-23
Laugardaginn 31. des kl. 11-15
ATH!! Börn yngri en 12 ára fá ekki afgreiðslu nema í fylgd með fullorðnum og unglingar yngri en 16 ára fá ekki afgreidda skotelda.
Blysför - Brenna – Flugeldasýning
Fyrirkomulag áramótabrennu og blysfarar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Brennan verður staðsett við Snorraberg og blysför mun leggja af stað frá Fellsborg.
Lagt verður af stað frá Fellsborg 20:30 og kveikt verður í brennunni um kl 20:45. Þegar góður eldur er kominn í bálköstinn sjáum við glæsilega flugeldasýningu sem styrkt hefur verið af fyrirtækjum bæjarins.
Þökkum stuðninginn og með von um góða þátttöku
Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram
28.12.2016
Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur orðið að gera eftirfarandi breytingar á opnunartíma Lyfju Skagaströnd útibúi í Desember - Janúar.
28. Desember opið 12-16
29. Desember opið 10-13
30. Desember opið 12-16
2. Janúar opið 12-16
3. Janúar opið 10-13
5. Janúar opið 10-13
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið. Bent er á að næstu Lyfju er að finna á Blönduósi sem er opin 10-17 virka daga S:452-4385 og Lyfja Sauðárkróki S:453-5700 sem er opin 10-18 virka daga og 11-13 laugardaga.