13.04.2023
Í byrjun júlí 2022 var sagt frá því að sveitarfélagið hefði hlotið jafnlaunavottun samkvæmt Jafnlaunastaðlinum ÍST85. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins uppfylli kröfur Jafnlaunastaðalsins.
13.04.2023
Skagastrandarhöfn ca 1936
08.04.2023
Stóri plokkdagurinn verður sunnudaginn 30. apríl nk.
06.04.2023
Á fundi sveitarstjórnar dags. 5. apríl 2023 var samþykkt samstarfsyfirlýsing milli sveitarfélagsins og Fasteignafélagsins Þingeyri um undirbúning að uppbyggingu á glæsilegu hóteli á Skagaströnd. Hótelið hefur hlotið vinnuheitið Herring Hotel enda fyrirhugað að breyta húsnæði gömlu Síldarverksmiðju ríkisins sem stendur á Hafnarlóð 9 á Skagaströnd í umrætt hótel og glæða þessa merku byggingu nýju lífi.
02.04.2023
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar kl. 8:30 miðvikudaginn 5. apríl 2023 á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3.
22.03.2023
Félags og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu. Óskar eftir að ráða drífandi og öflugan verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni. Leitað er að áhugasömum og sjálfstæðum starfsmanni með reynslu af verkefnastjórnun sem býr yfir metnaði og sýnir frumkvæði í starfi. Einnig þarf viðkomandi að sinna starfi tengiliðar barna á framhaldskóla aldri og málastjóri í félagsþjónustu.