Fréttir

Malbikun á stofnvegi hefst 27. júlí 2023

Vegagerðin mun malbika stofnveg sveitarfélagsins frá Fellsbraut við Röðulfell um alla Strandgötu fram að gatnmótum við Einbúann. Framkvæmdir hefjast á morgun fimmtudaginn 27. júlí og standa yfir fram á sunnudag. 

Vegagerðin malbikar stofnveg sveitarfélagsins

Til stendur að Vegagerðin malbiki stofnveg sveitarfélagsins frá Fellsbraut við Röðulfell um alla Strandgötu fram að gatnmótum við Einbúann. 

FUNDARBOÐ

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar kl. 8:30 mánudaginn 24. júlí 2023 á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3.

Mynd vikunnar

Kokkurinn og messinn

Mynd vikunnar

Spákonufell

11. júlí lokað fyrir víkina vegna framkvæmda

Vegna fráveituframkvæmda þarf að loka fyrir víkina frá Vík/leikskóla. Áætlað er að lokun hefjist um 10:00 á morgun þriðjudag 11. júlí eitthvað fram eftir degi. Íbúar og aðrir vegfarendur þurfa því að fara efri leiðina hjá Laufási/Ás um Vetrarbraut á meðan á því stendur en ef það lengist í framkvæmdum verður reynt að búa til hjáleið meðfram lokun á veginum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Skrifstofa sveitarfélagsins lokuð vegna sumarleyfa

Mynd vikunnar

Á skrifstofunni

Mynd vikunnar

Páll Jóhannesson

Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar

Á heimasíðu RARIK er sagt frá því að þann 26. júní hafi verið hafist við borun á fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki sem farið er í til að finna meira heitt vatn fyrir veituna, en afkastageta núverandi svæðis er að verða fullnýtt. Holurnar eru staðsettar að tillögu ÍSOR austan og vestan við núverandi vinnslusvæði í þeim tilgangi að leggja mat á stærð svæðisins, rannsaka hvort mögulega megi finna meira heitt vatn utan við núverandi vinnslusvæði og til að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholu, sem gert er ráð fyrir að boruð verði í framhaldinu.