Fréttir

Kjörbúðin opnar fyrir umsóknir um samfélagsstyrki

Kjörbúðin hefur opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki fyrir árið 2021. Opið verður fyrir umsóknir til 10. apríl næstkomandi og hægt að nálgast umsóknarformið á vefsíðu verslunarinnar. Megin áhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við verkefni í nærsamfélögum verslunarinnar, en Kjörbúðin rekur 15 verslanir víðsvegar um landið, að því er segir í tilkynningu frá Samkaupum.

Atvinna: Sveitarfélagið Skagaströnd leitar að áhugasömum og vandvirkum bókara

Leitum að áhugasömum, talnaglöggum og vandvirkum bókara til að starfa fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd sem er til í að takast á við fjölbreytt verkefni.

FUNDARBOÐ

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar kl. 8:30 fimmtudaginn 18. mars 2021 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Viltu taka þátt í að móta stefnu um samgöngur?

Skólahaldi aflýst í dag föstudag

Skólahaldi aflýst í leik- og grunnskóla í dag föstudag vegna ófærðar.

Mynd vikunnar

Viggó Brynjólfsson

Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Frá og með febrúar 2021 hefur reglum Fræs/Þróunarfræs verið breytt og er nú alltaf opið fyrir umsóknir í sjóðinn. Eins hefur upphæð hámarksstyrks verið hækkuð í 2.000.000 ISK.

Auður HU 94 á Skagaströnd aflahæstur

Auður HU 94 á Skagaströnd hefur verið aflahæsti báturinn á landinu undir 8 bt það sem af er ári.

Mynd vikunnar

Villi Harðar á hestbaki

Áframhaldandi samstarf um stuðning við smáframleiðendur

SSNV og Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd hafa gengið frá samstarfssamningi um áhersluverkefnið Matvælasvæðið Norðurland vestra. Verkefnið lýtur að áframhaldandi stuðningi við smáframleiðendur á starfssvæði samtakanna og er unnið í nánu samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra. Meðal þátta verkefnisins eru stuðningur við ýmiskonar námskeiðahald fyrir smáframleiðendur, sölubíl smáframleiðenda og vefverslun Vörusmiðjunnar. Einnig fellur undir verkefnið kynnisferð til Eldrimmer í Svíðþjóð en það svæði er framarlega hvað full- og heimavinnslu varðar.