Fréttir

HSN auglýsir krabbameinsleit 27.-28. febrúar 2019

HSN auglýsir krabbameinsleit 27.-28. febrúar 2019

Nýr vefur Sveitarfélagsins Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur endurnýjað vef sinn á slóð www.skagastrond.is

30. janúar 2019

Fundargerð sveitarstjórnar 30. janúar 2019

Styrkur vegna frístundakorts hækkaður

Á fundi sveitarstjórnar þann 30. janúar sl. samþykkti sveitarstjórn að hækka styrk vegna frístundakorts úr kr. 15.000.- í kr. 25.000.- vegna 2019.

Mynd vikunnar

Hólanes hf 1976 Þessi mynd sýnir horfinn tíma. Hún var tekin í vinnslusal frystihúss  Hólaness hf 1976. Á henni má telja 21 konu sem eru að snyrta og  pakka fiski. Ekki þekkjast allar konurnar en frá hægri eru:  Guðrún Sigurðardóttir, óþekkt, Kristín Sigurðardóttir, Bergljót Óskarsdóttir (d. 22.2.2004),  óþekkt, Hólmfríður Rögnvaldsdóttir (d.13.10.2000), Jóhanna Thorarensen (d. 6.3.2004),  Laufey Sigurvinsdóttir (d. 21.12.1994), fjórar óþekktar, Elísabet Kristjánsdóttir (d. 21.3.1991)  (nær), óþekkt (fjær), Elísabet Árnadóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir en aðrar eru óþekktar.  Nú hefur vinnslusalnum verið breytt í rannsóknarstofur og Vörusmiðju BioPol ehf.

Sveitarstjórn setur sér stefnu í úrgangsmálum

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar 30. janúar 2019 setti sveitarstjórn stefnu og markmið í úrgangsmálum. Tilefni stefnunnar var m.a. umræða á íbúafundi sl. haust um skipulagsmál þar sem úrgangsmál, endurvinnsla og meðhöndlun úrgangs var til umfjöllunar.

Mynd vikunnar

Á þorrablóti Myndin var tekin á þorrablóti í Fellsborg 2. febrúar 2013.  Á henni er verið að syngja um hóp kvenna sem tók upp á því  að stunda sjósund, oftar en ekki út við Sandlæk.  Þar er dýpi ekki mikið þannig að hætta á drukknun er hverfandi.  Aftur á móti vildi sandur festast milli tánna á konunum  sem þær skoluðu gjarnan af sér í sundlauginni þegar þær fóru  í heita pottinn þar til að fá aftur hita í kroppinn.  Klæðnaður söngkvennanna er því við hæfi en þær eru, frá vinstri:  María Ösp Ómarsdóttir, Lena Rut Jónsdóttir, Þorgerður Þóra Hlynsdóttir,  Sigríður Stefánsdóttir og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

Dregið úr jólasveinalestri bókasfnsins

Dregið hefur verið í jólasveinalestri, leik sem bókasafn Skagastrandar var með fyrir jólin. Vinningshafar eru Jón Benedikt Jensson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Í vinning fengu þau bókina Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson og tvo miða Á þitt eigið leikrit eftir Ævar Þór sem verður sýnt í Þjóðleikhúsinu. Bókasafn Skagastrandar óskar þessum ungu lestrarhestum innilega til hamingju með vinninginn og óskar þeim góðrar skemmtunar í leikhúsinu.   Kveðja Guðlaug

Fjölskyldumessa í Hólaneskirkju 3. febrúar 2019 kl. 11. 00

Sunnudagaskólinn og messan sameinast í kirkjurýminu og hentar öllum aldurshópum. Það er yndislegt að eiga fallega morgunstund í kirkjunni. Taka undir í söng. Hlusta á gefandi Biblíusögu, horfa á leikþætti og biðja fallegra bæna. Prestur leiðir stundina ásamt fermingarbörnum, leikhóp-TTT og sunnudagaskólabörnum. Börn úr Tónlistarskóla A-Hún. leika á hljóðfæri og syngja. Þau eru Arna Rún Arnarsdóttir, Ísak Andri Jónsson og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir leikur á flygilinn og félagar úr kór Hólaneskirkju leiða söng. Að messu lokinni er boðið upp á veitingar á kirkjuloftinu. Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 30. janúar 2019 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8:00. Dagskrá: Gjaldskrá sveitarfélagsins 2019 Samningur um endurskoðun Aðalskipulag Framkvæmdir 2019 Byggðasamlag um menningar- og atvinnumál Fundargerð stjórnar 17.12.2018 Fjárhagsáætlun 2019 Ályktun um úrgangsmál Frístundakort fyrir grunnskólanema Efling fyrirtækja og frumkvöðla Bréf Umboðsmanns barna, dags. 17. janúar 2019 Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2018 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 23. janúar 2019 Fundargerðir Tómstunda- og menningamálanefndar 22.01.2018 Stjórnar SSNV, 08.01.19. Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 14. 12. 2018. Önnur mál Trúnaðarmál Sveitarstjóri