Leiðrétting á viðburðadagatali

Sú meinlega villa slæddist í viðburðadagatalið okkar að Kántrýbær hefði opið á nýársnótt og Jonni og Birkir myndu halda uppi tónlist. Þessi dagskrárliður var fyrir ári síðan og er Copy - Paste villa. Ekki er á þessari stund vitað hvað Jonni og Birkir muni gera á nýársnótt en þó er ákveðið að þeir verði ekki í Kántrýbæ enda bærinn lokaður. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum í viðburðadagatali. Gleðileg jól og farsælt komandi ár, hvar sem þið verðið.

Viðburðadagatal Skagastrandar

Viðburðadagatal Skagastrandar Yfir jólahátíðina 2007 Sunnudagur 23.des. Þorláksmessa. Kl. 11:30-13.30 Skötuveisla í Fellsborg í boði Fisk-Seafood. Kl. 14-16 Jólasveinar bera út jólapóstinn. (móttaka á pósti 22. des. í skólanum kl.18:00-20:00 Mánudagur 24. des Aðfangadagur. Kl. 16:00 Barnahelgistund í Hólaneskirkju. Kl. 23:00 Aftansöngur í Hólaneskirkju. Þriðjudagur 25. des Jóladagur. Kl. 14:00 Jólamessa í Hofskirkju. Miðvikudagur 26.des. Annar í jólum. Kl. 00:00 Dansleikur í Kántrýbæ, Ulrik leikur fyrir dansi. Föstudagur 28.des. Kl. 17:00 Jólatrésskemmtun í Fellsborg. Kl 20:00 Samkórinn Björk heldur tónleika í kirkjunni. Á tónleikunum koma einnig fram söngnemar í Tónlistaskóla A-Hún. Kl. 18:00-22:00 Flugeldasala Bj. Strandar og Umf. Fram í áhaldahúsi Skagastrandar. Laugardagur 29.des. Kl. 16:00-22:00 Flugeldasala Bj. Strandar og Umf. Fram í áhaldahúsi Skagastrandar. Kl. 21:00 Jólagleði skagstrendinga í Kántrýbæ. (Ýmsir listamenn koma fram. Aðgangseyrir 0 kr.) Sunnudagur 30.des. Kl. 16:00-23:00 Flugeldasala Bj. Strandar og Umf. Fram í áhaldahúsi Skagastrandar . Mánudagur 31.des. Gamlársdagur. Kl. 11:00-15:00 Flugeldasala Bj. Strandar og Umf. Fram í áhaldahúsi Skagastrandar. Kl. 20.30 Blysför frá Fellsborg að brennustæði – Brenna við Vetrarbraut.

Börnin björguðu “horaða” Jólatrénu

Það er fastur liður í jólahaldinu á Skagaströnd að kveikja á jólatré á svonefndu Hnappstaðatúni í miðbænum. Í ár kom úr Kjarnaskógi frekar lítið og rýrt jólatré og var það sett upp á sínum stað. Bæjarbúar létu óánægju sína strax í ljós við bæjaryfirvöld, um að jólatréð væri rýrt og vildu fá stærra tré. Sú rödd náði eyrum sveitarstjórnar sem brást hart við og útvegaði annað og veglegra jólatré sem enn er eftir að setja upp. Þegar þessir atburðir spurðust út meðal æskunnar á Skagaströnd að fjarlægja ætti litla tréð brugðu börnin á það ráð að standa vörð um það. Þau Aldís Embla Björnsdóttir, 10 ára, og Egill Örn Ingibergsson, 9 ára, stóðu fyrir undirskriftasöfnun meðal krakkanna í skólanum og færðu oddvitanum Adolf H. Berndsen bænarskjalið. Í bréfinu stóð: "Jólatré jólatré. Við vorkennum litla horaða jólatrénu og viljum ekki láta henda því, þess vegna langar okkur að láta færa það yfir á hinn helminginn á Hnappstaðatúni." Að sögn Adolfs H. Berndsen mun verða orðið við óskum barnanna og litla horaða jólatréð fær að njóta jólanna í miðbænum, börnunum til ómældrar gleði. Heimild: Morgunblaðið