kardemommubænum aflýst v/veikinda

Leiksýningin Kardemommubærinn sem sýna átti í dag (þriðjudag) kl. 18 verður afslýst vegna veikinda. Fyrirhugað er að sýna leikritið á fimmtudaginn 01. maí kl.17.

Könnun fyrir foreldra um Hjallastefnuna

Mánudaginn 31.03.2014 var skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf Hjallastefnu og sveitarfélagsins Skagastrandar. Í henni felst vilji beggja aðila til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að Hjalli komi að rekstri leik- og/ eða grunnskóla. Foreldrafélög Höfðaskóla og Barnabóls hafa ákveðið að kanna áhuga foreldra á því að fá Hjallastefnu.Foreldrar hafa fengið tölvpóst með slóð á könnunina. Mikilvægt er að allir foreldrar taki þátt og verður könnunin opin fram að miðnætti föstudaginn 02.05.2014. Niðurstöður verða kynntar foreldrum og sveitarstjórn að könnun lokinni. Þeir sem vilja kynna sér Hjallastefnuna betur er bent á heimasíðu Hjalla og ýmsar like-síður á facebook sbr. Hjalli, Vífilsskóli og Leikskólinn Völlur. Gestirnir okkar sem komu í heimsókn mánudaginn 31.mars eru jafnframt tilbúnir til þess að svara fyrirspurnum: • Alfa, leikskólastjóri á Hólmasól: alfa@hjalli.is • Ingunn Eir, foreldri tveggja barna í leikskólanum Hólmasól: iee@visir.is • Lína, aðstoðarleikskólastjóri á Hólmasól: lina@hjalli.is • Sigrún Björg, foreldri 2ja drengja sem hafa verið í leik- og grunnskólum Hjallstefnunnar og eldri drengurinn er á einhverfurófi: sigrun@soa.is • Margrét Pála, fræðslustjóri Hjallastefnunnar: mpo@hjalli.is • Matthías, sálfræðingur, kennari og aðstoðarmaður stjórnarformanns Hjalla: mm@hjalli.is Einnig erum við velkomin í heimsókn, sérstaklega í leikskólann Hólmasól á Akureyri ef við hringjum á undan okkur. Kær kveðja stjórnir foreldrafélaganna í Höfðaskóla og Barnabóli.

Skagastrandarlistinn.

Á fjölmennum fundi þann 28. apríl 2014 voru kosnir fulltrúar á Skagastrandarlistann vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014, eingöngu var kosið í fimm efstu sætin. Úrslit kosninganna urðu sem hér segir: Adolf H. Berndsen Halldór G. Ólafsson Róbert Kristjánsson Gunnar S. Halldórsson Jón Ó. Sigurjónsson Uppstillingarnefnd Skagastrandarlistans.

Skagastrandarlistinn.

Hér með tilkynnist. Að það hefur verið tekið á móti 10 framboðum vegna Skagastrandarlistans. og munu tveir vera í kjöri um fyrsta sæti: Adolf H Berndsen – 1, ( eingöngu í fyrsta sæti ). Óskar Ársælsson – 1-5, ( fyrsta til fimmta ). Og átta sem gefa kost á sér, eingöngu í 2-5 sæti: Steindór R Haraldsson Péturína L. Jakobsdóttir Gunnar Halldórsson Róbert Kristjánsson Baldur Magnússon Halldór G Ólafsson Jón Ólafur Sigurjónsson Árný S. Gísladóttir Sjáumst í kvöld kl. 20:00 í Fellsborg. Fyrir hönd uppstillinganefndar, Guðmundur Finnbogason.

Kardemommubærinn í Fellsborg

Leikrit um daglegt líf sem fléttast kringum lög við vinnuna eru upplífgandi og sálarbætandi, enda kannast allir við eitthvað af því sem þar er fjallað um. Eitt af þessum verkum er Kardemommubærinn og gefst fólki nú gott færi á að skyggnast um stund inn í daglegt líf í þeim notalega bæ. Skólafélagið Rán stendur fyrir sýningu í Fellsborg þriðjudaginn 29.apríl næstkomandi. Njótið tilhlökkunarinnar. Sýning hefst klukkan 18:00 og er miðaverð 1000 krónur.

Mynd vikunnar

Hér er unnið við grjótnám í Höfðanum. Grjótið var sprengt úr Höfðanum, síðan komið á bíl sem flutti það í uppfyllingu við hafnargerðina. Myndin var líklega tekin 1934 en þá var hafnargerðin í fullum gangi. Eins og sjá má eru tæknin við grjótnámið samkvæmt því sem þá þekktist. Greinilega hefur derhúfan - "sixpensarinn" - þjónað því hlutverki sem öryggishjálmar gera í dag. Í baksýn sést Ægissíða sem nú er löngu horfin. Myndina tók Björn Bergmann en mennirnir á myndinni eru óþekktir.

Kardemommubærinn

Leikrit um daglegt líf sem fléttast kringum lög við vinnuna eru upplífgandi og sálarbætandi, enda kannast allir við eitthvað af því sem þar er fjallað um. Eitt af þessum verkum er Kardemommubærinn og gefst fólki nú gott færi á að skyggnast um stund inn í daglegt líf í þeim notalega bæ. Skólafélagið Rán stendur fyrir sýningu í Fellsborg þriðjudaginn 29.apríl næstkomandi. Njótið tilhlökkunarinnar. Upplýsingar um aðgangseyri og tímasetningu berast senn.

Sumarstörf 2014

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur. Jafnframt eru auglýst laus til umsókna sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli. Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur um flokkstjórastörf er til 9. maí n.k. en umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna verður auglýstur síðar. Skráning í vinnuskóla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn hefji störf um mánaðarmót maí –júní. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700. Sveitarstjóri

BINGÓ -BINGÓ

Laugardaginn 19. apríl heldur kvenfélagið Eining sitt árlega páskabingó í félagsheimilinu Fellsborg Skagaströnd. Bingóið hefst kl 13:30 Aðgangseyrir: Fullorðnir 1000 kr 1 spjald innifalið 12 ára og yngri 500 kr 1 spjald innifalið Aukaspjald fyrir hlé kr 500 Aukaspjald eftir hlé kr 300 Í hléi verður boðið uppá skúffuköku, djús og kaffi Fjöldi veglegra vinninga Gleðilega páska! Kvenfélagið Eining

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 15. apríl 2014 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: Ársreikningur 2013 (fyrri umræða) Atvinnumál Bréf Samorku dags. 1. apríl 2014 Rannsókna og ráðgjafar dags. í apríl 2014 Fundargerðir: Fræðslunefndar, 14.04.2014 Hafnarnefndar, 09.04.2014 Stjórnar Róta bs, 21.02.2014 Stjórnar Róta bs, 27.02.2014 Skólanefndar FNV, 18.03.2014 Stjórnar Hafnasambands Íslands, 28.03.2014 Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 27.03.2014 Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 21.03.2014 Önnur mál Sveitarstjóri