Þórdísarganga á Spákonufell föstudaginn 3. júlí kl. 21

Menningarfélagið Spákonuarfur á Skagaströnd stendur fyrir göngu á Spákonufell n.k. föstudagskvöld.  Á síðasta ári voru farnar tvær Þórdísargöngur á Spákonufell sem tókust mjög vel og voru þátttakendur þá alls um 150. Fararstjóri er að vanda sagnamaðurinn Ólafur Bernódusson. Hann segir frá Þórdísi spákonu og bendir á staði sem tengjast sögu hennar. Mæting er við Golfskálann að Háagerði. Að lokinni göngu verður boðið upp á nátthressingu sem er innifalin í verð. Þátttökugjalder 1500 kr. en ókeypis er fyrir yngri en 16 ára. Frekari upplýsingar gefnar í síma 8615089.

Yndislegur staður, sögðu Þjóðverjarnir

Þau litu inn í kaffihúsið í Bjarmanesi rétt eins og hundruðir annarra, dvöldu þar kannski ívið lengur og spurðu margs. Daginn eftir komu þau aftur og kölluðu vertinn, hana Steinunni Ósk, til sín. Þetta er yndislegur staður, sögðu þessir Þjóðverjar og vildu þau gefa Steinunni listaverk úr tré vegna þess að Café Bjarmanes er sá veitingastaður á Íslandi sem þau kunnu best við, var þó úr mörgum góðum að velja. Með listaverkinu fylgdi bréf með þessum orðum, í lauslegri íslenskri þýðingu: Kæri listamaður, Þetta listaverk bjó vinur okkar til en hann býr í Rejensburg í Þýskalandi. Hann kallar það Walle (Veggur/Múr). Hann lét okkur fá það þegar við sögðum honum frá því að við ætluðum að ferðast um hið yndislega Ísland með vinum okkar. Listaverkinu er ætlað að hvetja til skilnings milli þjóða heimsins. Það er myndað úr dökkrauðum hjörtum. Vonandi fellur þér það vel í geð - það er gjöf til þessa fallega veitingahúss þar sem svo gott er að heimsækja. Ef til vill finnur þú stað fyrir það þar sem það getur minnt þig á okkur. Með kveðju, Julia Jochwirtt og finir, Gabriel, Kathi og Jörg frá Þýskalandi.

Ævintýri á gönguför barnanna

Yngstu börnin í leikskólanum gerðu sér dagamun þegar júní var að ljúka. Þau klæddu sig upp, gengu um Skagaströnd, guðuðu á glugga og kölluðu heimafólk út. Af barnslegri einlægni voru þau fínust af öllum í heiminum. Og ekki voru „stóru krakkarnir“ síðri. Þeir höfðu líka klætt sig í alls kyns búninga og nutu dagsins. Samt var ekki laust við að þeir litlu yrður pínulítið hræddir þegar gassagangurinn var sem mestur í þeim stóru. Þá voru sum svo heppin að hafa mömmu og jafnvel afa nærri til að sannfæra sig um að þetta væri allt í gríni gert.

Opið hús í Árnesi kl. 18

Endurbyggingu Árness er nú lokið. Af því tilefni verður það til sýnis með húsbúnaði fyrri tíma. Allir eru hjartanlega velkomnir. Árnes sem er 110 ára og elsta hús á Skagaströnd er nú gengið í endurnýjun lífdaga og því er óskað er eftir tillögum eða hugmyndum um nýtingu og/eða rekstur þess. Frestur til að skila hugmyndum er til föstudagsins 3. júlí 2009.

Óskað eftir tillögum eða hugmyndum um nýtingu Árness

Árnes er elsta húsið á Skagaströnd, byggt árið 1899, og er einstakt dæmi um aðstöðu og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Það hefur nú verið endurbyggt í því sem næst upprunalegri mynd og menningar- og sögulegt gildi þess er mikið.  Auglýst hefur verið eftir tillögum eða hugmyndum um nýtingu og/eða rekstur í Árnesi. Leitað er eftir aðilum sem er tilbúnir til að fylgja hugmyndum sínum eftir. Frestur til að skila hugmyndum er til föstudagsins 3. júlí 2009. Sveitarstjóri

Opið hús í Nesi listamiðstöð á laugardaginn

Í júní dvelja fimmtán listamenn í Nesi listamiðstöð á Skagastönd. Ellefu þeirra verða með opið hús laugardaginn 27. júní frá kl. Þar verður hægt að skoða það sem listamennirnir hafa verið að vinna að og spjalla við þau og aðra um verkin.  Listamennirnir sem sýna verk sín að þessu sinni eru:  Julia Hectman Matthew Rich Nadege Druzkowski Bernadette Reiter Adriane Wacholz Kreh Mellick Ashley Lamb Hanneriina Moisseinen Beth Yarnelle Edwards Jung-a Yang Katalin Meixner Julia Hectman ætlar jafnframt að bjóða upp á „örnámskeið“ í ljósmyndun og kynna ljósmyndatækni sína frá kl. 13. Gestir eru hvattir til að taka myndavélarnar sínar með á kynninguna til að bera upp spurningar um þær, læra og prufa. Námskeiðið er styrkt af Menningarráði Norðulands vestra og er því endurgjaldslaust. Á sama tíma er sýning ,,Finding water" opin í nýjum sýningarsal Ness í Gamla kaupfélaginu. Að henni stendur listahópurinn Distill en hann skipa eftirtaldir listamenn:  Ann Chucvara Julie Poitras-Santos Patricia Tinajero Tsehai Johnson Hrafnhildur Sigurðardóttir Sýningin sem stendur til 5.júlí er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 25. júní 2009 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Framkvæmdir a) Tilboð í vatnsveitu b) Túnbraut 9 - endurbætur 2. Erindi Norðurár bs. 3. Samningur um sorphirðu og rekstur gámastæðis 4. Bréf: a) Spákonuarfs v/ Árness, dags. 28. maí 2009 b) Menntamálaráðuneytis, dags. 15. júní 2009 c) Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 11. júní 2009 d) Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. maí 2009 e) Samgönguráðuneytis, dags. 28. maí 2009 f)Styrktarsjóðs EBÍ, dags. 28. maí 2009 5. Fundargerðir: a) Fræðslunefndar 22.06.09 b) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 9.06.09 c) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 11.06.09 d) Samvinnunefndar um svæðisskipulag, 3.06.09 e) Stjórnar Norðurár bs. 4.06.09. f) Skipulags og byggingarnefndar (7. dagskrárliður, 13.05.09) g) Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 22.06.09 6. Önnur mál Sveitarstjóri

Úrslit Opna Fiskmarkaðsmótsins á Skagaströnd

Laugardaginn 20. júní var Opna Fiskmarkaðsmótið haldið á golfvellinum á Skagaströnd en mótið var jafnframt minningarmót um Karl Berndsen. Keppendur voru um 40 frá 9 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Leiknar voru 18 holur í blíðskaparveðri. Úrslit í kvennaflokki án forgjafar: 1. Árný Lilja Árnadóttir GSS  83 högg 2. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 91 högg 3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 92 högg. Úrslit í karlaflokki án forgjafar: 1. Brynjar Bjarkason GSS 78 högg 2. Pétur Már Pétursson GG 84 högg 3. Guðmundur Þór Árnason GSS 85 högg. Úrslit í punktakeppni: 1. Steini Kristjánsson GA 40 punktar 2. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 36 punktar 3. Jóhanna Guðrún Jónasdóttir GÓS 35 punktar. Aðalstyrktaraðili mótsins var Fiskmarkaður Íslands hf.

Tónleikar í kirkjunni á fimmtudagskvöldið

„Tónleikar verða í Skagastrandarkirkju fimmtudaginn 25. júní, kl. 20:30 Úr vestursýslunni koma Mundi og Hrabbý með gítar og trillandi söngrödd að vopni. Þau ætla að flytja fáein fislétt lög, úr öllum áttum, flest í rólegri kantinum. Notaleg kvöldstund (ekkert rafmagn), nálægð við tónleikagesti, gagnvirk skemmtun. 1500 kall inn, frítt fyrir 12 ára og yngri. Enginn posi. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra.“ Tilkynning frá tónlistarmönnunum.

Vatnið tekið af Bogabraut og Skeifu

Föstudaginn 19. júní verður vatn tekið af Skeifunni og efri hluta Bogabrautar í um það bil eina klukkustund, milli klukkan 10 og 12, vegna viðgerða.