Gleðilegt ár !

Ljósmyndasafn Skagastrandar óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir aðstoð og áhuga á liðnu ári. Eins og alltaf þá umfaðmar Borgin okkur sem búum á Skagaströnd, óhagganleg en síbreytileg. Borgin hefur séð bæði góða tíma og slæma í litla bæjarfélaginu okkar en vonandi mun hún sjá gott ár 2017 hjá okkur öllum.

Umsóknarfrestur um frístundakort

 Minnt er á að umsóknarfrestur um frístundakort fyrir 2016 rennur út 31. janúar nk.   Foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á 15 þúsund króna styrk, fyrir hvert barn á grunnskólaaldri, sem þátt tekur í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Frístundakortin taka gildi 1. janúar ár hvert og gilda í eitt ár. Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku síðastliðins árs er í síðasta lagi 31. janúar næsta árs. Eftir það fellur réttur þess árs niður. Tilgangur frístundakorta er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í hvers konar íþrótta- og æskulýðsstarfi og að jafna möguleika foreldra til að börnum sé það mögulegt. Réttur til frístundakorts gildir í eitt ár og tekur gildi 1. janúar ár hvert. Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku ársins er í síðasta lagi 31. janúar næsta árs. Eftir það fellur réttur þess árs niður. Ákvörðun um frístundakort er bundin afgreiðslu fjárhagsáætlunar hvert ár. Umsóknarblað Reglur um frístundakort

FLUGELDASALA – BRENNA – BLYSFÖR-FLUGELDASÝNING

    FLUGELDASALA – BRENNA – BLYSFÖR-FLUGELDASÝNING   Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Strandar og Umf. Fram  verður í ár að Oddagötu 4 í húsnæði Rauðakrossins. Opnunartímar verða sem hér segir:     Miðvikudaginn          28. des kl. 20-22   Fimmtudaginn             29. des kl. 16-22   Föstudaginn                30. des kl. 16-23   Laugardaginn              31. des kl. 11-15   ATH!! Börn yngri en 12 ára fá ekki afgreiðslu nema í fylgd með fullorðnum og unglingar yngri en 16 ára fá ekki afgreidda skotelda.   Blysför - Brenna – Flugeldasýning   Fyrirkomulag áramótabrennu og blysfarar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Brennan verður staðsett við  Snorraberg og blysför mun leggja af stað frá Fellsborg.   Lagt verður af stað frá Fellsborg 20:30 og kveikt verður í brennunni um kl 20:45. Þegar góður eldur er kominn í bálköstinn sjáum við glæsilega flugeldasýningu sem styrkt hefur verið af fyrirtækjum bæjarins.   Þökkum stuðninginn og með von um góða þátttöku Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram

Opnunartímar lyfju

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur orðið að gera eftirfarandi breytingar á opnunartíma Lyfju Skagaströnd útibúi í Desember - Janúar. 28. Desember opið 12-16 29. Desember opið 10-13 30. Desember opið 12-16 2. Janúar opið 12-16 3. Janúar opið 10-13 5. Janúar opið 10-13 Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið. Bent er á að næstu Lyfju er að finna á Blönduósi sem er opin 10-17 virka daga S:452-4385 og Lyfja Sauðárkróki S:453-5700 sem er opin 10-18 virka daga og 11-13 laugardaga.

Skötuveisla í Fellsborg á Þorláksmessudag

Skötuveislan er frá 11:30 til 13:00 í Fellsborg

Jólakveðja

  Sveitarfélagið Skagaströnd óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Lifið heil

Opnunartími Bókasafns Skagastrandar yfir jól og áramót

                         Miðvikudagur 28. Desember  Opið klukkan 15-17 Fimmtudagur 29. Desember  - LOKAÐ.     Við óskum ykkur öllum gleðilegra bókajóla, árs og friðar og hlökkum til að sjá ykkur öll á komandi ári.   Bókaverðir  

Mynd vikunnar- Gleðileg jól!

Gleðileg jól 2016 Ljósmyndasafn Skagastrandar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Um leið þakkar safnið heimóknir og ábendingar sem það hefur fengið og hafa orðið til að lýsingar myndanna eru réttari og betri en annars hefði verið. Þá auglýsum við eftir myndum til að bæta við safnið og heitum endurskilum á öllum myndum sem okkur eru lánaðar til birtingar á vef Ljósmyndasafnsins. Nýverið náðum við að setja inn 10 þúsundustu myndina og hvetjum við fólk til að skoða safnið og senda inn athugasemdir ef einhverjar eru. Mynd vikunnar var tekin nýlega og getur fólk spreytt sig á að finna út hvar hún var tekin.

Jólamarkaður í Nes listamiðstöð

Jólamarkaður fimmtudaginn 22. desember 2016 kL. 20:00-22:00 Allir eru velkomnir!

Jólatréskemmtun

Árleg jólatréskemmtun Lionsklúbbs Skagastrandar verður haldin í Fellsborg mánudaginn 26. desember (annan í jólum). Skemmtunin hefst kl. 15:00. Fjölskyldur eru hvattar til að fjölmenna og eiga notalega stund með börnunum. Enginn aðgangseyrir.