Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi miðvikudaginn 15. mars næstkomandi. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Deiliskipulag Melstaðatúns

  Tillaga að deiliskipulagi á Melstaðatúni á Skagaströnd   Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar samþykkti fimmtudaginn 26. janúar 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Melstaðatúns skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Deiliskipulagið nær yfir Melstaðatún, eins og það er skilgreint í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022.   Melstaðatún er sunnan við Laufás, um 350m norðan þéttbýlisins  á Skagaströnd.  Svæðið er um 1,3 ha. að stærð og afmarkast af Spákonufellshöfða að sunnan og vestan, lóð Laufáss og Réttarholtshæð að norðan en gamla Skagavegi að austan.   Deiliskipulagstillagan felur í sér svæði fyrir gistingu, tjaldsvæði og gestahúsum ásamt aðstöðuhúsi á Melstaðatúni með það fyrir augum að þar verði skjólgott og aðlaðandi útivistarsvæði/áningarstaður fyrir ferðamenn og tengist m.a. gönguleið um Spákonufellshöfða.   Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd og á vefsíðu sveitarfélagsins www.skagastrond.is.  Athugasemdir  eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á tölvupóstfang skagastrond@skagastrond.is fyrir 31. mars 2017     Skagaströnd 7. febrúar 2017   Sveitarstjóri

Næsti fundur sveitarstjórnar

  FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 28. febrúar 2017 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.   Dagskrá:   1.   Hólanes ehf /Hrafnanes ehf. hlutfjáraukning. 2.   Náttúrustofa Norðurlands vestra. 3.   Samningur um afritun verndaðra verka 4.   Ársreikningur Snorrabergs ehf 5.   Vegvísir samstarfsnefndar Samb. ísl. sv.félaga og KÍ. 6.   Bréf a.    Uppbyggingarsjóðs Nl.vestra, dags. 1. febrúar 2017 b.    SSNV, dags. 22. febrúar 2017 c.    Thorp - Þorgeirs Pálssonar, dags. í feb. 2017 d.    Björgunarsveitarinnar Strandar, dags. í jan. 2017 e.    Ísorku – Sigurðar Ástgeirssonar, dags. í feb. 2017 f.     N4 – Maríu Bjarkar Ingvadóttur, dags. 7. febrúar 2017 g.    UMFÍ – Jóns A. Bergsveinssonar, dags. 7. febrúar 2017   7.   Fundargerðir: a.    Stjórnar SSNV, 6.02.2017 b.    Aðalfundar Róta bs., 25.01.2017 c.    Stjórnar Hafnasambands Íslands, 23.01.2017 d.    Stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga, 27.01.2017   8.   Önnur mál                                          Sveitarstjóri  

Mynd vikunnar

Útför Guðmundar Sigvaldasonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag föstudaginn 24. febrúar og hefst athöfnin kl. 13:30. Guðmundur Sigvaldason fæddist 14. apríl 1954 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu, Birkihlíð 6, Hörgársveit þann 8. febrúar 2017. Hann ólst upp í Garði í Kelduhverfi, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1973, BA-prófi í landafræði og prófi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda við Háskóla Íslands 1978. Eftirlifandi eiginkona hans er Torfhildur Stefánsdóttir grunnskólakennari, frá Tungunesi í Fnjóskadal og eru börn þeirra þrjú; Sigvaldi, Álfheiður og Óðinn. Meginhluta starfsævinnar starfaði Guðmundur í opinberri þjónustu. Hann kenndi við Stórutjarnaskóla, vann hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga og var framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Þá var hann verkefnastjóri hjá Sorpeyðingu Eyjafjarðar og Akureyrarbæ og sveitarstjóri á Stokkseyri, á Skagaströnd og í Hörgárbyggð (síðar Hörgársveit). Síðustu tvö árin sinnti hann bókhaldi fyrir ýmis félög. Guðmundur var sveitarstjóri á Skagaströnd á árunum 1986 – 1990. Hans er minnst fyrir hlýlegt og alþýðlegt viðmót og vönduð vinnubrögð við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Síðustu ár þurfti Guðmundur að takast á við erfið veikindi vegna krabbameins í fæti sem varð til þess að taka þurfti fótinn af við mjöðm. Þá kom vel í ljós æðruleysi hans og þrautseigja þar sem hann lét þessa erfiðleika ekki stöðva sig. Krabbamein er hins vegar illvígur sjúkdómur sem lagði góðan dreng að velli eftir snarpa baráttu.

Viðlagatrygging

Viðlagatrygging Íslands (VTÍ ) átti fund í dag með fulltrúum sveitarfélaganna Skagastrandar og Skagabyggðar.  Heimsóknin er liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ. Á fundinum var rætt um vátryggingavernd mannvirkja í eigu sveitarfélagsins og um mikilvægi þess að skráð verðmæti þeirra sé uppfært reglulega til að tryggja að eignirnar séu tryggðar að fullu áður en vátryggingaratburður á sér stað. Einnig var rætt um mikilvægi samvinnu sveitarfélagsins og VTÍ til að stuðla að markvissri endurbyggingu ef tjón verður á mannvirkjum. Einnig var rætt um mikilvægi þess að íbúar séu meðvitaðir um hvort vátryggingavernd þeirra sé í lagi. Fram kom að ef innbú er vátryggt almennri lausafjártryggingu hjá vátryggingafélagi rennur hluti iðgjaldsins til VTÍ og tryggir þannig vátryggingavernd innbúsins komi til tjóns af völdum jarðskjálfta, eldgosa, vatns-, aur- eða snjóflóða skv. skilgreiningum laga um VTÍ (55/1992). Ef slík vátrygging er ekki til staðar greiðast engar bætur vegna innbús ef til tjóns kemur. Allar fasteignir eru hins vegar skylduvátryggðar gegn náttúruhamförum og eru iðgjöldin innheimt samhliða brunatryggingum fasteigna hjá almennu vátryggingafélögunum.

Orlofsferð húsmæðra í Austur Húnavatnssýslu.

Orlofsferð húsmæðra í Austur Húnavatnssýslu. 1.-2.apríl 2017 Þá er komið að skemmtiferðinni okkar! Rúta leggur af stað laugardaginn 1. apríl 2017 kl. 09:40 frá Blönduósi og kl.10 frá Skagaströnd, til Siglufjarðar. Gisting á Hótel Sigló, þríréttuð kvöldmáltíð og Brunch í hádeginu á sunnudag. Nánari dagskrá þegar nær dregur. Við þurfum að fá þátttökutilkynningu fimmtudaginn 23.febrúar milli kl.17-19. Þórdís Hjálmarsdóttir sími 8991119 Sigríður Stefánsdóttir sími 7741434 Staðfestingargjald kr. 5.000 greiðist inn á reikning 0307-13-300731 kt. 510578-0909 í síðasta lagi 1.mars 2017 Ferðin er fyrir konur sem lögheimili eiga í Austur Húnavatnssýslu og veita heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf.

Kjörbúðin opnuð á Skagaströnd, 16.feb 2017

Starfsfólk Samkaupa, Skagstrendingar og aðrir gestir Mig langar f.h. Sveitarfélagsins Skagastrandar að óska okkur öllum til hamingju með þessa glæsilegu andlitslyftingu sem hefur orðið á versluninni hér á Skagaströnd. Einnig langar mig við þetta tækifæri að þakka Samkaupum samfylgdina í þau ár sem liðin eru frá því að félagið tók við rekstri verslunar hér á staðnum... enda tel ég að flestir séu sammála um að sú breyting hafi verið til batnaðar. Ykkur hefur tekist að halda í gott starfsfólk en slíkt er auðvitað forsenda fyrir því að allt geti gengið vel.... Takk kærlega fyrir okkur Vigdís og aðrir starfsmenn hér á Skagaströnd. Almennt talið held ég að íbúar Skagastrandar geri sér grein fyrir að verslunarrekstur í ekki stærra samfélagi en okkar er ekki einfaldur og alls ekki sjálfgefinn....en engu að síður ákaflega mikilvægur í samfélags- og byggðalegu tilliti. Ég held þess vegna að færri og færri stundi skipulegar innkaupaferðir út fyrir Skagaströnd og ég vona svo sannarlega að þess beri merki í ykkar veltutölum. Aukin þjónusta, lengri opnunartími og loforð um lægra vöruverð ættu að sjálfsögðu að vera hvatning til fólks um að halda tryggð við KÖRBÚÐINA SÍNA. Þrátt fyrir þessar þakkir og allt þetta lof í ykkar garð er þó vonandi öllum ljóst að alltaf er hægt að gera betur og við sem neytendur eigum svo sannarlega að gera kröfur og vera dugleg að benda á það sem betur má fara...rýna til gagns. Á sama hátt eigið þið að gera kröfu um að gangrýni sé sett fram á sanngjarnan og uppbyggilegan hátt. Sveitarstjórn Skagastrandar hefur í nokkuð mörg ár reynt að beita Ámundarkinn, sem er eigandi húseignarinnar, þrýstingi til að ráðast í löngu tímabærar aðgerðir er varðar viðhald og endurbætur á sjálfu verslunarhúsinu. Því miður hefur lítið miðað í þeirri baráttu en ykkar framtak hér innandyra mun væntanlega kalla enn frekar á að slíku viðhaldi verði sinnt. Kæra Samkaupsfólk.... það er mín einlæga von að breytingar á versluninni muni reynast vel og þær séu merki þess að Samkaup sé sátt með rekstur sinn í okkar ágæta samfélagi og okkar hagsmunir muni því halda áfram að liggja saman. Innilegar hamingjuóskir með KJÖRBÚÐINA. Ræða Halldórs Ólafssonar í tilefni opnunarinnar.

Mynd vikunnar

Bogabraut 3 og 5 Verkamannabústaðirnir á Bogabraut 3 og 5 í byggingu 1962 -1964.

Örn Sveinsson augnlæknir á heilsugæslunni á Blönduósi

Örn Sveinsson augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslunni á Blönduósi dagana 8. til og með 10. mars næstkomandi. Tímapantanir og nánari upplýsingar hjá riturum í síma 455-4100 milli kl. 8:00 og 16:00

Aðalfundur kvenfélagsins Einingar

Aðalfundur kvenfélagsins Einingar verður haldinn í Fellsborg þriðjudaginn 21. febrúar n.k.  kl. 20:00 Venjuleg aðalfundastörf. Nýjar félagskonur velkomnar :) Sjáumst. Kvenfélagið Eining