Mynd vikunnar

Sérhæfðir fiskvinnslumenn. Fólkið á þessari mynd var starfsfólk Hólaness hf meðan þar störfuðu kringum 40 manns við fiskvinnslu. Fólkið sat námskeið á vegum fyrirtækisins 1987 og hlaut eftir það starfsheitið: Sérhæfður fiskvinnslumaður. Hólanes hf hélt sínu fólki kaffisamsæti við lok námskeiðsins og öllum voru afhent skírteini og blóm í tilefni dagsins. Frá vinstri: Guðný Björnsdóttir, Sólveig Róarsdóttir, Anna H. Aspar (d. 1.9.1999), Guðbjartur Sævarsson, Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996), Rúnar Jóhannsson er á bakvið óþekkta konu, Fjóla Jónsdóttir, Magnús Guðmannsson, Guðrún Magnúsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Gunnar Stefánsson, Soffía Pétursdóttir, Arnar Arnarsson, Bergljót Óskarsdóttir (d. 22.2.2004), Amy Eymundsdóttir (d. 7.3.2012), Þórunn Þorláksdóttir, Salóme Jóna Þórarinsdóttir, Matthildur Jónsdóttir (d. 5.6.2015), Þorgeir Jónsson, Bjarnhildur Sigurðardóttir, Erna Högnadóttir, Inga Þorvaldsdóttir (d.14.12.2012) og Erna Sigurbjörnsdóttir. Myndin var tekin í kaffistofu Hólaness hf.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 4. nóvember 2015 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: Fjáhagsáætlun 2016 - 2019 (fyrri umræða) Samningur um sóknaráætlun Norðurlands vestra Bréf: Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. október 2015 Bryndísar Valbjarnardóttur, sóknarprests dags. 20. október 2015 Eftirlitsnefndar með fjármálum sv. fél. dags. 7. október 2015 Svarbréf sveitarstjóra til EFS, dags 22. október 2015 Tölvubréf Impru Nýsk.miðst. Íslands, dags. 12. október 2015 Fundargerðir: Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún 27.07.2015 Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún 15.09.2015 Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 2.06.2015 Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 30.09.2015 Ársreikningur Tónlistarskóla Austur Húnvetninga 2014 Fulltrúa aðildarsveitarfélag Róta bs 14. október 2015 Stjórnar Róta bs., 20.10.2015 Samþykktir fyrir byggðasamlagið Rætur bs. Þjónustusamningur sveitarfélaga Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Mjólkurpósturinn kemur Á myndinni, sem tekin var í kringum 1950, er Gunnlaugur Björnsson (d. 8.5.1978), sem þá var bóndi á Efri Harrastöðum, með kerru sína fulla af börnum. Gunnlaugur og fleiri bændur á Skaga seldu bæjarbúum á Skagaströnd mjólk og fluttu hana til kaupenda í mjólkurbrúsum á kerrum sínum eða sleðum aftan í dráttarvél eða hesti. Krakkarnir í hverfinu hópuðust að þegar mjólkurpósturinn kom og fengu að fljóta með smá spöl í því farartæki sem notað var hverju sinni. Á myndinni má þekkja Birgi Þórbjarnarson á Flankastöðum, sem stendur hjá kerrunni. Fyrir aftan hann er Sveinn Torfi Þórólfsson og Árni Þórólfsson (fjær) og aftast er Almar Þórólfsson (dökkhærður) sem allir áttu heima í Höfðaborg. Halla Bernódusdóttir Stórholti er hægra megin við Birgi og hallar sér fram með úlpuhettu yfir höfðinu. Litla ljóshærða stúlkan við hlið Höllu er Elínborg Ingvarsdóttir í Sólheimum. Næst henni hægra megin er Guðrún Þórbjarnardóttir frá Flankastöðum með barn í fanginu (Halla Jökulsdóttir ?). Þórunn Bernódusdóttir Stórholti er ljóshærð lengst til hægri og framan við hana er dökkhærð Kristín Lúðvíksdóttir frá Steinholti. Aðrir eru óþekktir. Myndin var tekin í Bankastræti og húsin sem sjást eru Höfðabrekka til vinstri og Bjarnarhöfn til hægri.

Breyting á sorphirðu og opnunartímum gámastæðis

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur gert samning við Sorphreinsun VH um breytingu á tíðni sorphirðudaga og opnunartíma endurvinnslustöðvar. Frá 1. nóvember 2015 verða sorphirðudagar á þriggja vikna fresti samkvæmt neðanrituðu sorphirðudagatali og nýju dagatali sem verður gefið út í desember fyrir 2016. Jafnframt breytist tíðni losunar endurvinnslutunnu og verður sömu daga og almenna sorphirðan. Opnunartími gámastöðvar breytist þannig að eftir 1. nóv. verður gámastöðin opin á þriðjudögum kl 14-17 og á laugardögum kl 13-16. Opnunartími á fimmtudögum fellur niður. Sveitarstjóri OKTÓBER Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 NÓVEMBER Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 DESEMBER Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

Mynd vikunnar

Skátar - ávallt reiðubúinn . Öflugt skátastarf var á Skagaströnd á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Meirihluti unglinga á Skagaströnd, á þessum árum, tók þátt í skátastarfinu sér til uppbyggingar og ánægju. Þessi mynd var tekinn af hópi skáta úr Sigurfara, sem var nafn skátafélagsins á Skagaströnd, að leggja af stað í gönguferð á Spákonufellsborg í vetrarfærð. Frá vinstri: Kristín Lúðvíksdóttir Steinholti, Birgir Júlíusson Höfðabergi, Kristinn Lúðvíksson Steinholti, Þórunn Bernódusdóttir Stórholti, Pálfríður Benjamínsdóttir Skálholti, Jóhann Björn Þórarinsson Höfðaborg, Hrafnhildur Jóhannsdóttir Blálandi og Hallbjörn Björnsson Jaðri. Í baksýn er hluti af útbænum með mörgum húsum sem eru horfin í dag. Myndina, sem sennilega var tekin einhverntíma á árunum 1965 - 1970, tók Þórður Jónsson sem lengi var félagsforingi Sigurfara.

Zumba námskeið

Zumba námskeið fyrir káta krakka hefst þriðjudaginn 20.október í Félagsmiðstöðinni Undirheimum á Skagaströnd

Aðalfundur foreldrafélags Höfðaskóla

Aðalfundur Aðalfundur foreldrafélags Höfðaskóla verður haldinn þriðjudaginn 20. október 2015 kl. 17:00 í íþróttahúsi. Dagskrá fundarins: * Skýrsla formanns * Reikningar lagðir fram * Kosning nýrrar stjórnar * Bekkjarfulltrúar * Bréf frá Skólafélaginu Rán * Önnur mál Stjórnin

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 14. október 2015 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: Fjáhagsáætlun 2016 Forsendur fjárhagsáætlunar Ákvörðun um álagningarreglur Starfsmat Viðaukar við samninga um sorphirðu og endurvinnslustöð Svar til EFS Fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Fundur með fjárlaganefnd Ársfundur SSNV, 16. október 2015 Kosning fulltrúa í Tómstunda- og menningarmálanefnd Bréf: Ámundakinnar, dags. 18. september 2015 Eignarhaldsfélag BÍ, dags. 6. október 2015 Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis, dags. 2. september 2015 Sveitarstjóra til Atvinnuv. og nýsk. ráðun. dags. 18. september 2015 Fiskistofu, dags. 8. október 2015 Fundargerðir: Tómstunda- og menningarmálanefndar, 13.10.2015 Stjórnar Róta bs., 8.09.2015 Stjórnar Róta bs., 17.09.2015 Stjórnar Róta bs., 23.09.2015 Stjórnar Róta bs., 6.10.2015 Stjórnar SSNV, 8.09.2015 Stjórnar SSNV, 15.09.2015 Stjórnar SSNV, 30.09.2015 Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 21.09.2015 Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 21.09.2015 Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11.09.2015 Önnur mál Sveitarstjóri

Styrkir Norðurslóðaáætlunar

NPA: Umsóknarfrestur til 30. nóvember 2015 Norðurslóðaáætlunin (NPA) styrkir samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðildarlanda, löndin innan NPA eru Ísland, Grænland, Færeyjar, Noregur Svíþjóð, Finnland, Írland, Norður-Írland og Skotland. NPA óskar núna aðeins eftir styrkumsóknum sem falla undir áherslur 3 og 4: 3. Verkefni sem hlúa að og efla orkuöryggi samfélaga á norðurslóðum, hvetja til orkusparnaðar eða notkun endurnýjanlegra orkugjafa. 4. Verkefni sem vernda, þróa og koma á framfæri menningarlegri og náttúrlegri arfleið. Nánari upplýsingar um áherslur á þriðja umsóknarfresti er að finna hér http://www.interreg-npa.eu/fileadmin/Calls/Third_Call/Third_Call_Announcement.pdf Hámarksstærð verkefna er 2 milljónir evra og er styrkur háður a.m.k. 40% mótframlagi umsóknaraðila en styrkur til fyrirtækis er háður a.m.k. 50% mótframlagi. Mikilvægt er að verkefnin skili af sér afurð, vöru og/eða þjónustu sem eflir atvinnulíf, búsetu og/eða eykur öryggi íbúa á norðurslóðum. Á heimasíðu NPA www.interreg-npa.eu er að finna umsóknargögn og leiðbeiningar undir valtakanum ,,For Applicants“ ,, Third Calls“ Senda á umsóknina rafrænt eigi síðar en á miðnætti 30. nóvember n.k. á Kaupmannahafnartíma. A How to Apply Seminar verður haldið í Kaupmannahöfn 20. október n.k. Nánari upplýsingar og ráðgjöf má fá hjá tengiliði NPA á Íslandi sem er Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun sími 455 5400 og netfang sigridur@byggdastofnun.is Sigríður Elín Þórðardóttir Icelandic Regional Development Institute Ártorg 1, 550 Sauðárkrókur. Tel +3544555400, Fax +3544555499 E-mail: sigridur@byggdastofnun.is www.byggdastofnun.is