Umhverfisstjóri ráðinn til Höfðahrepps

Ágúst Þór Bragason hefur verið ráðinn sem umhverfisstjóri og yfirmaður tæknideildar Höfðahrepps. Ágúst Þór hefur undanfarin ár starfað hjá Blönduósbæ og hefur því góða reynslu af verklegum framkvæmdum sveitarfélaga og þekkir ágætlega til sveitarstjórnarmála sem starfandi bæjarfulltrúi á Blönduósi. Hann hefur undanfarin ár veitt íbúum á Skagaströnd ýmsa þjónustu við gróður og garða og er öllum hnútum kunnugur í því efni. Hann mun hefja störf í byrjun apríl n.k.

Kántrýdansarar frá Skagaströnd

Kántrýdanshópurinn Hófarnir hlaut gullverðlaun á bikarmóti í línudönsum um helgina. Sjá mynd undir flipanum Kántrý.

Kántrýdansarar frá Skagaströnd

Laugardaginn 15. mars mun kántrýdansahópurinn Hófarnir fara til Reykjavíkur til að keppa í bikarmóti línudansara. Keppnin verður haldin í Laugardalshöll og hefst upp úr kl 13:00. Kvöldið áður ætlar hópurinn að dansa, sér og öðrum til skemmtunar, í þættinum " Djúpa laugin" á Skjá einum.