Fundur v/Hjallastefnunar í Fellsborg í DAG

Kæru foreldrar barna í Leikskólanum Barnabóli og Höfðaskóla! Ákveðið var að hafa samband við forsvarsmenn Hjallastefnunnar og fá fulltrúa til að koma norður til okkar og segja okkur frá stefnunni og svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum. Við viljum bjóða ykkur velkomin á fræðslufund Í DAG (mánudag) kl. 18 í Fellsborg. Með okkur verða Margrét Pála sjálf, Alfa leikskólastjóri og Lína aðstoðarleikstjóri á leikskólanum Hólmasól, Ingunn Eir og Sigrún Björg sem eru fulltrúar foreldra. Við biðjum ykkur að afsaka þennan stutta fyrirvara en við stukkum á tækifærið að hafa Margréti Pálu líka með okkur, áður en hún fer erlendis í frí. Kær kveðja stjórn foreldrafélags grunn og leikskóla

Mynd vikunnar

H 351 Adolf J. Berndsen, lengst til hægri, stendur hér við Dodge vörubíl sinn númer H 351. Maðurinn við hlið hans er óþekktur og hefur líklega verið gröfustjóri á gröfunni á myndinni. Adolf átti nokkuð marga vörubíla - H 351 - gegnum tíðina og vann sem vörubifreiðastjóri. Á þessari mynd er hann greinilega í malarflutningum e.t.v. í vegavinnu. Á þessum tíma var vinsælt hjá krökkum að fá að "sitja í" hjá bílstjórunum við vinnu sína. Sú er raunin á þessari mynd því Adolf er með þrjá unga farþega með sér í vinnunni. Það skal tekið fram að þessi mynd var tekin fyrir þann tíma að nokkrum var farið að detta í hug öryggisbelti í bílum. Myndin var sennilega tekin á sjöunda áratugnum í krúsinni/malarnáminu fyrir ofan Spákonufellsrétt. Senda upplýsingar um myndina

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 25. mars 2014 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: Samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Framkvæmdir Fellsborg Lýsing í skóla Hitaveitutengingar Fræðslumál: Samstarf við Hjallastefnu Bréf skólastjóra dags. 19.03.2014 Erindi Nes listamiðstöðvar dags. 19.03.2014 Atvinnumál Hugmyndasamkeppni um sprotafyrirtæki Dimension of sound ehf Bréf UMFÍ, um Landmót UMFÍ 50+ dags. 28. febrúar 2014 UMFÍ um Unglingalandsmót UMFÍ 2017, dags. 28. febrúar 2014 Náttúrustofu Norðurlands vestra, dags. 27. febrúar 2014 Fundargerðir: Félags og skólaþjónustu A-Hún, 24.02.2014 Stjórnar Norðurár bs, 26.02.2014 Stjórnar SSNV, 14.10.2013 Stjórnar SSNV, 17.10.2013 Stjórnar SSNV, 21.10.2013 Stjórnar SSNV, 6.11.2013 Stjórnar SSNV, 21.11.2013 Stjórnar SSNV, 5.12.2013 Stjórnar SSNV, 16.12.2013 Stjórnar SSNV, 13.01.2014 Stjórnar SSNV, 23.01.2014 Stjórnar Hafnasambands Íslands, 28.02.2014 Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 31.01.2014 Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 28.02.2014 Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Bankastræti Gömul mynd af Bankastræti. Myndin var sennilega tekin upp úr 1940 en óvíst er með hvenær. Næst okkur á myndinni er búið að taka grunn að Höfðaborg (Bankastræti 9). Þar fyrir aftan sést grind að Flankastöðum (Bankastræti 7) og er þetta a.m.k. annað húsið sem byggt var á þessum reit undir Flankastaðanafninu. Þetta er þó ekki húsið sem stendur þarna í dag, það var byggt miklu síðar. Lágreista húsið sem ber yfir grindina að Flankastöðum var Kárastaðir (Bankastræti 5). Seinna var byggð önnur hæð ofan á Kárastaði og enn síðar var það rifið. Enn aftar eða fjær okkur á myndinni standa Draumaland og Dvergasteinn sem bæði eru horfin. Stórholt (Bankastræti 3) er ekki komið en það var byggt 1950 - 51. Lengst til hægri á myndinni er Þórshamar við Skagaveg og síðan Skálholt sem einnig stendur við Skagaveg. Húsið sem stendur vinstra megin við Skálholt, dálítið nær Höfðanum, er Höfðakot. Önnur hús á myndinni eru fjós, hlöður eða hest- eða fjárhús sem tilheyrðu þeim sem bjuggu við Bankastræti. Þó er húsið, sem stendur vinstra megin við grindina að Flankastöðum, sennilega eldra Flankastaðahús sem svo var aflagt með tilkomu hins nýja. Takið eftir að ekki er búið að gera götuna, Bankastræti, eins og við þekkjum í dag. Takið líka eftir fólkinu sem er í heyskap á blettinum neðan við Tjaldklaufina næst okkur á myndinni.

Troskvöld verður 29. mars 2014

Troskvöld Lionsklúbbs Skagastrandar verður 29. mars 2014 í Fellsborg. Húsið opnar með fordrykk kl 20:00 og um kl. 20:30 hefst borðhald. Boðið verður uppá fjöldan allan af sjávarréttum að hætti Gunnars Reynissonar bryta á Arnari HU-1. Undir borðhaldi verður sitthvað um að vera m.a. opin mælendaskrá. Ræðumaður kvöldsins. Miðaverð kr 4000, sama og undanfarin ár, bar á staðnum. Þátttaka tilkynnist til Hjalta V. Reynissonar s: 4522645/8599645 Í síðasta lagi á þriðjudagskvöld 25.mars.

Félagsstarfið fellur niður vegna veðurs.

Félagsstarfið fellur niður í dag vegna veðurs. Kveðja Obba og Ásthildur

Bókasafnið lokað í dag vegna veðurs.

Bókasafnið er lokað í dag vegna veðurs. Kveðja Sigþrúður bókavörður

Skólahaldi aflýst í dag vegna veðurs

Skólahald í Höfðaskóla og leikskólanum Barnabóli fellur niður vegna óveðurs í dag, fimmtudaginn 20. mars. Staðan verður tekin í hádeginu og metið hvort leikskólinn verði opnaður.

Mynd vikunnar

Hvalskurður Þessi mynd var tekin sumarið 1983 af hvalskurði á bryggjunni í Skagastrandarhöfn. Á þessum árum voru tímabundið gerðir út hrefnuveiðibátar frá Skagaströnd af aðkomumönnum sem áttu hrefnukvóta. Þeir drógu síðan hvalskrokkana til hafnar þar sem þeir voru dregnir á land með vörubíl eða gröfu. Síðan var hvalurinn skorinn á bryggjunni og kjöti og spiki komið fyrir í körum sem síðan voru flutt burt til kaupenda. Beinin, bægslin og annað sem ekki nýttist var síðan tekið með um borð og því fleygt í hafið á Húnaflóa fjarri landi.

Stensla og skiltagerðanámskeið í Fellsborg

Farið er yfir litaval og góð ráð gefin um hvernig hægt er að nýta stensla og annað til þess að gera hverja mublu alveg einstaka. Nýjir hlutir geta orðið eins og gamlir munir, fullir af sögu og karakter – og sömu aðferð er hægt að beita á eldri muni líka. Það er víst að hluturinn mun verða að dásamlegustu mublunni á heimilinu. Á námskeiðinu gerir hver þátttakandi tvö skilti með texta og getur valið úr vinsælustu textunum frá Fonts Skiltastærðir: 60x30cmog 40x20cm Hver og einn fær sín eigin áhöld á meðan námskeið stendur yfir: Málning Efni fyrir stensla Timbur fyrir skilti Málningaburstar Taktu með þér eitthvað að heiman sem þér langar að breyta. Svo sem bakka, box, bók, ramma eða skúffu. Þar að auki fá allir að velja sér nokkra stensla til að taka með sér heim og halda áfram að æfa sig. Skráningar sendist á fonts@fonts.is verð 16.900- Eina sem þú þarft að koma með er góða skapið og ímyndunaraflið Námskeið verður haldið föstudaginn 14. Mars kl : 20:00 Félagsheimilinu Fellsborg Sjáumst, Maggý Mýrdal Gsm 697-5455 fonts.is https://www.facebook.com/fontskompany