SKRIFSTOFUFÓLK OG SÉRFRÆÐINGUR Á SKAGASTRÖND

Vinnumálastofnun SKRIFSTOFUFÓLK OG SÉRFRÆÐINGUR Á SKAGASTRÖND Vinnumálastofnun mun 1. apríl nk. opna þjónustuskrifstofu á Skagaströnd. Verkefni hennar er að annast afgreiðslu og útreikning atvinnuleysistrygginga ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Vinnumálastofnun auglýsir hér með laus til umsóknar störf skrifstofufólks og sérfræðings á sviði atvinnuleysistrygginga. Skrifstofufólk Starfssvið: Móttaka umsókna og útreikningur atvinnuleysistrygginga. Símsvörun og almenn skrifstofustörf. Upplýsingagjöf. Hæfniskröfur: Leikni í tölvunotkun. Framhaldsmenntun er kostur og/eða reynsla af skrifstofustörfum. Skipulagshæfileikar og sjálfstæði. Hæfni í mannlegum samskiptum. Sérfræðingur Starfssvið: Greining og afgreiðsla umsókna. Formleg samskipti við einstaklinga og opinberar stofnanir. Umsjón með greiðslum atvinnuleysistrygginga. Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Æskileg reynsla af sambærilegum verkefnum. Skipulagshæfileikar og sjálfstæði. Hæfni í mannlegum samskiptum. Góð enskukunnátta. Leikni í tölvunotkun. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2007. Laun eru greidd samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Vinnumálastofnunar á heimasíðu hennar www.vinnumalastofnun.is Skriflegri umsókn ásamt ferilskrá skal skila til Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra, Þverbraut 1, 540 Blönduósi.

Kynningarfundur

Nú er tækifæri til að stíga út úr biðskýlinu og taka sér far með áætlunarferðinni “Hvað vil ég?” Langar þig til að forvitnast um námskeið sem kallað er Sóknarbraut, hagnýtt námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja? Kynningarfundur um námskeiðið verður í Fellsborg miðvikudaginn 7. febrúar nk. kl 12.00. Allir sem hafa áhuga eða eru forvitnir um málið eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn, án allra skuldbindinga um framhaldið. Atvinnumálanefnd Höfðahrepps

Ágætu Skagstrendingar

Stjórn Ungmennafélagsins vill koma þökkum til allra þeirra sem gáfu dósir í söfnuninni sem fram fór núna um daginn. Krakkarnir fengu frábærar móttökur og söfnunin gekk framar vonum. Þetta gerir okkur kleift að standa fyrir skíðaferð til Akureyrar næstkomandi laugardag. Það er aldrei að vita nema að dósasöfnun verði reynd aftur og vonandi verðið þið ekki búin að gleyma okkur þá. Þið hafið eflaust tekið eftir að stór hópur barna, ungmenna og fullorðina klæðist nú skíðafatnaði sem merktur er félaginu. Að þessu verkefni komu 2 fyrirtæki með mjög myndarlegu fjárframlagi, SJÓVÁ og ÖRVI EHF. Til þessara fyrirtækja viljum við koma sérstökum þökkum. Slíkur stuðningur er ómetanlegur. Hópurinn frá Skagaströnd mun eflaust vekja töluverða eftirtekt í Hlíðarfjalli núna um helgina. Stjórn U.M.F Fram