Mynd vikunnar - gleðilegt nýtt ár !

Gleðilegt ár Ljósmyndasafn Skagastrandar óskar öllum gleði og gæfu á árinu 2018 um leið og safnið þakkar alla hjálp og ábendingar á árinu 2017. Minnum á að við tökum alltaf við myndum sem tengjast Skagaströnd á einn eða annan hátt. Myndin er frá áramótunum 2014 tekin af Árna Geir Ingvarssyni. Lifið heil.

Flugeldasala - brenna- blysför - flugeldasýning

FLUGELDASALA – BRENNA – BLYSFÖR-FLUGELDASÝNING Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Strandar og Umf. Fram verður í ár að Oddagötu 4 í húsnæði Rauðakrossins. Opnunartímar verða sem hér segir: Fimmtudaginn 28. des kl. 20-22 Föstudaginn 29. des kl. 16-22 Laugardaginn 30. des kl. 16-23 Sunnudaginn 31. des kl. 11-15 ATH!! Börn yngri en 12 ára fá ekki afgreiðslu nema í fylgd með fullorðnum og unglingar yngri en 16 ára fá ekki afgreidda skotelda. Blysför - Brenna – Flugeldasýning Fyrirkomulag áramótabrennu og blysfarar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Brennan verður staðsett við Snorraberg og blysför mun leggja af stað frá Fellsborg. Lagt verður af stað frá Fellsborg 20:30 og kveikt verður í brennunni um kl 20:45. Þegar góður eldur er kominn í bálköstinn sjáum við glæsilega flugeldasýningu sem styrkt hefur verið af fyrirtækjum bæjarins. Þökkum stuðninginn og með von um góða þátttöku Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram

Fundarboð

Fundarboð Boðað er til almenns fundar í Bjarmanesi á morgun fimmtudag 28.desember kl 20:00. Til fundarins boða áhugamenn um byggingu iðnaðar-/geymsluhúsnæðis á Skagaströnd og er tilgangur fundarins að ræða slíka möguleika. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir til fundarins. Áhugamenn

Jólaball Lions ekki í ár

Jólin 2017 Jólabarnaball á vegum Lionsklúbbs Skagastrandar verður ekki haldið í ár 2017, vegna óviðráðanlega aðstæðna. Við óskum öllum gleðilegra jóla um hátíðina og farsælt nýtt ár. Lionsklúbbur Skagastrandar.

Mynd vikunnar

Ljósmyndasafn Skagastrandar sendir öllum kveðju og ósk um gleðileg jól 2017 með þessari mynd. Hún er af krökkum að flytja helgileik í kirkjunni okkar á aðventukvöldi í desember 2012 og henni fylgir ósk um að allir finni barnið í sjálfum sér um jólin og njóti þeirra með þeirri gleði sem einkennir börn á jólunum. Á myndinni eru frá vinstri: Hallbjörg Jónsdóttir, Benóný Bergmann Hafliðason, Hekla Guðrún Þrastardóttir?, Dagný Dís Bessadóttir, Ástríður Magnúsdóttir, Jóhann Almar Reynisson, Dagur Freyr Róbertsson, séra Ursúla Árnadóttir, Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir, Aníta Ósk Ragnarsdóttir og Guðný Eva Björnsdóttir. Gleðileg jól. Senda upplýsingar um myndina

Sameiningarnefnd A-Hún

Athygli lesenda vefsins er vakin á því að fundargerðir sameiningarnefndar A-Hún eru aðgengilegar undir flipanum "Sameiningamál" hægra megin á síðunni.

Opið hús - gleðileg jól!

Opið hús @ Nes Listamiðstöð Gleðileg jól! We welcome you to the last Nes opið hús for 2017! It is a small group...only 6....but we promise it will be cozy and relaxed.... Come and see some lovely paintings, home-made tarot cards and new furniture designs! miðvikudagur 20th kl 19.00 - 21.00 Sjáumst þarna þá ! Copyright © 2017 Nes Listamiðstöð Ehf. All rights reserved. You are receiving this email because you have subscribed to our newsletter or given us your email so we can keep in touch :) How nice! Our mailing address is: Nes Artist Residency Fjörubraut 8 545 Skagaströnd http:\\neslist.is You can update your preferences or unsubscribe from this list.

Jólasveinapóstur 2017

Jólasveinarnir hafa samið við Foreldrafélag Höfðaskóla um að taka á móti pökkum og bréfum í skólanum fimmtudaginn 21. desember frá kl 18-20:00. Sjálfir ætla þeir síðan að koma póstinum til skila á Þorláksmessu á milli 16 og 19:00. Verð fyrir þjónustuna er eftirfarandi: Bréf 100 kr Pakki 500 kr (Ath ekki er posi á staðnum) Foreldrafélag Höfðaskóla

Mynd vikunnar

Jólasveinar Skíðadeild Fram starfaði af miklum krafti um árabil, sá um skíðalyftuna í Spákonufelli og byggði skíðaskálann. Eftir nokkur snjólítil ár lagðist starfsemin af og á sama tíma var byggð upp fyrsta flokks aðstaða í Tindastóli. Meðan skíðadeildin var og hét var hún með samning við jólasveinana, um dreifingu á jólapósti á Skagaströnd fyrir jólin. Samningurinn fól einnig í sér að félagar í skíðadeildinni tækju á móti póstinum fyrir sveinana dagana fyrir jólin. Á þessari mynd, sem tekin var á Þorláksmessu 1990, má sjá að jólasveinarnir hafa tekið fjórhjól í þjónustu sína við dreifinguna enda slík hjól tilvalin til fjallaferða og aðdrátta fyrir grýlu gömlu. . Senda upplýsingar um myndina