Mynd vikunnar

Myndin var tekin um borð í Örvari HU 21 en ekki er vitað hvenær. Á henni eru frá vinstri: Rögnvaldur Ottósson, Axel Gígjar Ásgeirsson, Hilmar Stefánsson og Ragnar Högnason. Þeir eru allir með guðlax í fanginu. Guðlax er mjög sérkennilegur fiskur sem þykir herramanns matur. Hann er mjög feitur fiskur með mildu bragði og getur orðið mjög stór, allt að 185 cm og 70 kg. Hann er sjaldgæfur flækingur á Íslandsmiðum og þykir mjög fallegur. Það sérkennilegasta við hann er þó það að hann er eini fiskurinn sem vitað er um að er með heitt blóð. (Heimild: Wikipedia).

Vegleg gjöf til leikskóla í Austur Húnavatnssýslu

Í tilefni af 30 ára starfsafmæli Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings færði hún nýverið öllum leikskólum í Austur Húnavatnssýslu málþjálfunarefnið Leikum og lærum með hljóðin. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar og áratuga reynslu Bryndísar í starfi með íslenskum börnum.

Gangnaseðill í Spákonufellsborg 2019

Fyrri haustgöngur fara fram föstudaginn 6. september. Seinni haustgöngur fara fram föstudaginn 13.september. Eftirleitir verða föstudaginn 20. september.

Hugmyndir óskast - Stórfundur fyrir íbúa Norðurlands vestra

Þriðjudaginn 3. september kl 13-17 fer fram stórfundur fyrir íbúa Norðurlands vestra í Menningarhúsinu Miðgarði.

Legupláss við flotbryggjur á Skagaströnd

Nú styttist í að nýjar flotbryggjur verði teknar í notkun hér á Skagaströnd. Legupláss verða leigð til eins árs í senn og verður leigan kr. 117.140 að viðbættum virðisaukaskatti.

Mynd vikunnar

Síldarævintýri. Guðbjörg Guðjónsdóttir saltar.

Skólasetning Höfðaskóla

FUNDARBOÐ

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 20. ágúst 2019 á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 18:00.

Mynd vikunnar

Hofskirkja að lokinni endurbyggingu í desember 1989.