Kveikt á jólatré

Við munum tendra ljósin á jólatrénu á Hnappstaðatúni fimmtudaginn 1. desember kl. 17.00 Heyrst hefur að einhverjir jólasveinar séu sloppnir til byggða og muni líta við. Sveitarfélagið Skagaströnd  

Jólatónleikar

Dagana 2.-4. desember n.k. taka Vestur og Austur Húnvetningar höndum saman og halda jólatónleika á Skagaströnd, Blönduósi og Laugabakka. Það er ekki svo oft sem sýslurnar vinna saman að viðburðum sem þessum en óhætt að segja að samstarfið hefur gengið vel og von á skemmtilegum og flottum tónleikum. Hljómsveitina skipa V-Húnvetningar en söngvarar koma frá Skagaströnd, Blönduósi og Húnaþingi vestra. Tónleikarnir verða í Fellsborg föstudagskvöldið 2. desember kl.21:00, í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardagskvöldið 3. desember kl.21:00 og í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugabakka sunnudaginn 4. desember kl.13:30 og 17:00. Miðaverð er 2500 kr. en 12 ára og yngri greiða 1000 kr. Sýnum samstöðu og kærleik.

Umsókn um stuðning vegna dreifnáms veturinn 2016-2017

 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hefur samþykkt reglur um stuðning við nemendur í dreifnámi FNV á Blönduósi. Kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins byggist á því sjónarmiði að styðja þurfi við ferðir nemenda sem stunda námið frá heimili sínu á Skagaströnd.Umsóknafestur um kostnaðarþátttöku er til 7. desember vegna haustannar og gert ráð fyrir að greiðslur verða framkvæmdar fyrir 20. desember enda liggi fullnægjandi gögn fyrir.Hér með er auglýst eftir umsóknum og bent á umsóknareyðublað á heimasíðunni undir "Eyðublöð" Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Jónína Valdimarsdóttir 100 ára. Jónína Guðrún Valdimarsdóttir frá Kárastöðum á 100 ára afmæli þann 29. nóvember 2016. Þessi aldna heiðurkona er mannasættir sem talar aldrei illa um nokkurn mann þrátt fyrir oft erfiða æfi. Lengi var hún ráðskona hjá bræðrunum Kára (d.11.12.1990) og Sigurbirni Kristjánssonum (d.10.9.1989) á Kárastöðum og hélt þeim heimili ásamt dóttur sinni. Jónína eignaðist tvö börn, Svavar Bergmann Indriðason 1939, sem lést 1.nóv. 2010, og Kristínu Ragnheiði Sigurðardóttur 1949, sem var með móður sinni á Kárastöðum. Jónína dvelur nú á Sæborg í góðu yfirlæti og og við góða líðan. Myndina af Nínu tók Jón Jónsson árið 1990.

Mynd vikunnar

Ekki er vitað hvenær þessi mynd var tekin en hún er af hestamönnum sem voru á námskeiði í járningum við Hrossafell. Frá vinstri : Benóný Gunnarsson, Gunnlaugur Sigmarsson, Ólafur Ágeirsson,tveir óþekktir, Guðmundur Viðar Guðmundsson með barn, Jónmundur Ólafsson, Eðvarð Ingvason (d. 29.5.2011), Magnús Blöndal (d. 7.9.2001), Jónatan Hjaltason, Þorsteinn Jónsson, Jón Garðarsson kennari á námskeiðinu, Jóhann Ásgeirsson, Ásgeir Axelsson (d. 8.6.2011), Jón Pálsson, Kári Lárusson og Sigrún Lárusdóttir. Myndina tók Magnús B. Jónsson.

Næsti fundur sveitarstjórnar

  FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 21. nóvember 2016 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.   Dagskrá: 1.   Álagningastuðlar útsvars og fasteignagjalda 2017   2.   Fjárhagsáætlun 2017-2020   3.   Félagslegar íbúðir a.    Umsóknir b.    Sala íbúða   4.   Byggðakvóti fiskveiðiársins 2016/2017   5.   Málefni fatlaðs fólks a.    Samráðshóps um málefni fatlaðra, 12.10.2016 b.    Bréf til velferðarráðherra, dags. 12.10.2016 c.    Tillaga um samstarf um málefni fatlaðs fólks d.    Skipting á hallarekstri 2016   6.   Umsagnir um rekstrarleyfi fyrir gistingu   7.   Bréf: a.    KSNV, dags. 3. nóvember 2016 b.    Grunnskólakennara, dags. 4.-7. nóvember 2016 c.    Innanríkisráðuneytisins, dags. 3. október 2016 d.    Innanríkisráðuneytisins, dags. 8. nóvember 2016 e.    Mannvirkjastofnunar, dags. 7. nóvember 2016   8.   Fundargerðir: a.    Stjórnar SSNV, 20.10.2016 b.    Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 23.09.2016 c.    Stjórnar Hafnasambands Íslands, 12.10.2013 d.    Stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga, 28.10.2016   9.   Önnur mál                                                Sveitarstjóri  

Mynd vikunnar

Árgangur 1975 Þessi mynd sýnir stærstan hluta bekkjar í Höfðaskóla með krökkum fæddum 1975. Frá vinstri á myndinni eru: Jóhannes Óskarsson, Guðmundur Henry Stefánsson, Þröstur Árnason, Börkur Árnason, Hólmfríður Anna Ólafsdóttir (Día Anna), Heiðrún Níelsdóttir, Linda Rós Rúnarsdóttir, Vilborg Jóhannsdóttir, Hafdís Ásgeirsdóttir, Soffía Lárusdóttir og Áslaug Jóhannsdóttir. Hugsanlega eru nöfn tvíburanna Áslaugar og Vilborgar ekki rétt þ.e. ekki rétt nafn við rétta stúlku en erfitt var að þekkja þær í sundur. Mynd var sennilega tekin árið 1989 eða 1990.

Kennarar afhenda áskorun um kjarabætur

  Í gær þriðjudaginn 8. nóv. afhentu kennarar á Skagaströnd Magnúsi Jónssyni sveitarstjóra undirskriftir 3142 kennara á landinu, þar sem þeir fara fram á kjarabætur og bætt starfsskilyrði. Samskonar listar hafa verið afhentir víða um land.  Einnig var yfirlýsing frá KSNV afhent þar sem lýst er þungum áhyggjum af skólamálum á landinu.   Kennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning á þessu ári og ljóst er  að enn ber mikið á milli samningsaðila, þar sem deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara mánudaginn 7. nóv.

Lokun vatnsveitu-breyting

Ekki tókst að tengja vatnsveitu í útbænum í dag 8.nóv, eins og vonir stóðu til. Því verður vatnslaust á morgun, 9.nóv. frá hádegi og fram eftir degi.

AKSTUR FYRIR STRÆTÓ - verktaki óskast

  AKSTUR SSNV óskar eftir verktaka til að aka leið 84 Skagaströnd – Blönduós – Skagaströnd.        Sjá nánar tengil á netinu http://www.straeto.is/media/english/Leid-84.pdf Tímatafla er með eftirfarandi hætti: Frá Skagaströnd Mánudaga - föstudaga Kl. 11:59 Kl. 18:04 Kl. 21:13 Laugardaga Kl. 12.43 Kl. 18:04   Sunnu – og helgidaga Kl. 11:59 Kl. 18:04 Kl. 21:13   Frá Blönduósi                                   Mánudaga - föstudaga Kl. 13:16 Kl.18:38 Kl. 21:47 Laugardaga Kl. 13:16 Kl. 18:38   Sunnu- og helgidaga Kl. 13:16 Kl. 18:38 Kl. 21:47   Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa sambandi við Björn Líndal Traustason framkvæmdastjóra SSNV í síma 864-8946 í síðasta lagi föstudaginn 11. nóvember.