Mynd vikunnar

Jónmundur Ólafsson Jónmundur Ólafsson lést 19. apríl síðast liðinn og verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju á 83.afmælisdegi sínum 3. maí næstkomandi klukkan 14:00. Jónmundur gekk ávallt galvaskur til allra verka, kátur og hress. Hann lét áföll lífsins ekki beygja sig andlega þó líkaminn bognaði og gæfi eftir. Nú gengur hann glaður inn í eilífa vorið, eins og hann gerði öll vor lífsins, óhræddur og iðandi af starfsorku. Í þetta sinn gengur hann beinn í baki og verkjalaus til að kanna nýjar lendur og tilbúinn að taka til hendinni ef þarf. Jónmundar er minnst fyrir atorkusemi og góðmennsku en hann rétti mörgum hjálparhönd án þess að aðrir vissu. Við sem þekktum Jónmund þökkum honum farsæla samfylgd gegnum lífið

Nes Listamiðstöð, opið hús 27.apríl frá 16:00-18:00

Opið Hús @ Nes Listamiðstöð View this email in your browser Nes Listamiðstöð Opið hús Copyright © 2017 Nes Listamiðstöð Ehf. All rights reserved. You are receiving this email because you have subscribed to our newsletter or given us your email so we can keep in touch :) How nice! Our mailing address is: Nes Artist Residency Fjörubraut 8 545 Skagaströnd http:\\neslist.is We hope you don’t want to leave us but if by some remote chance you do, then please click the unsubscribe link below. unsubscribe from this list

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi fimmtudaginn 4. maí næstkomandi. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Starfsmaður óskast við sundlaug

  Starfsmaður óskast við sundlaugina á Skagaströnd sumarið 2017. Um er að ræða vaktavinnu og unnið um helgar skv. vaktaskipulagi. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára til að koma til greina. Hæfni- og menntunarkröfur: Viðkomandi þarf að vera kurteis og lipur í mannlegum samskiptum, duglegur, skapgóður og tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni. Skilyrði til að sinna starfinu er að viðkomandi hafi lokið björgunar- og skyndihjálparprófi frá viðurkenndum aðila. Boðið verður upp á slíkt námskeið starfsmanni að kostnaðarlausu. Umsækjendur þurfa að vera vel máli farnir á íslensku og hafa vald á ensku. Umsókn Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem umsóknarblöð fást einnig. Umsóknarfrestur er til 22. maí nk. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar um starfið veitir Gígja Óskarsdóttir, s:864 4908, og í netfanginu; ithrottahus@skagastrond.is.   Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Í lúkarnum á Vísi Hu 10 Stund milli stríða í lúkarnum á Vísi Hu 10. Frá vinstri: Sigurður Árnason (d.26.3.2013) skipstjóri, Jósef Stefánsson (d.9.12.2001) og Bernódus Ólafsson (d.1.9.1996) hásetar. Myndin var tekin á hafísárinu 1965.

Tónlistarskóli A-Hún

Hinir árlegu vortónleikar skólans verða í Hólaneskirkju fimmtudaginn 4.maí kl. 17 Allir velkomnir. Skólastjóri

Næsti fundur sveitarstjórnar

  FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 19. apríl 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 13.00 Dagskrá:   1.   Ársreikningur 2016 (fyrri umræða) 2.   Framkvæmdir 2017 3.   Rekstur málefna fatlaðra 2016 4.   Bréf a.    Sigurlaugar Ingimundardóttur, dags. 22. mars 2017 (kosning 1.ftr. í nefnd) b.    Vodafone, dags. 5. apríl 2017 c.    Air 66N, dags. 29. mars 2017   5.   Fundargerðir: a.    Hafnar og skipulagsnefndar, 18.04.2017 b.    Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 30.03.2017 c.    Stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga, 24.03.2017 d.    Stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga, 31.03.2017   6.   Önnur mál

Mynd vikunnar

Sjómenn á merkum bát Þessa mynd tók Lárus Ægir Guðmundsson 1991. Félagarnir á myndinni voru þá að koma með Haukafell SF 40 til Skagastrandar eftir að Hólanes hf keypti bátinn frá Hornafirði. Báturinn fékk nafnið Gauti og einkennisstafina HU 59 og var gerður út á bolfisk og rækju til 1993. Þá var hann seldur Skagstrendingi hf sem seldi hann strax áfram til Hornafjarðar aftur. Þar var hann tekinn af skrá í apríl 1994 en settur aftur á skrá í apríl 1996 þegar hjónin Erna Sigurbjörnsdóttir og Þorvaldur Skaftason keyptu bátinn og komu með hann til Skagstrandar enn á ný. Þau hjón skírðu bátinn Húni II en það var hans upphaflega nafn þegar hann var smíðaður 1963 á Akureyri fyrir útgerðarfélagið Húni hf á Skagaströnd. Húni II er nú á Akureyri og þjónar þar sem útsýnis- og skólabátur. Það má því segja að báturinn sé búinn að fara marga hringi á líftíma sínum en líklega er hann nú að lokum kominn í lokahöfn. Sjómennirnir á myndinni eru, frá vinstri: Stefán Jósefsson skipstjóri og útgerðarmaður, Vilhjálmur Skaftason sjómaður, Sigurjón Guðbjartsson skipstjóri og útgerðarmaður og Gunnar Albertsson vélstjóri. (heimild: Sjósókn frá Skagaströnd & Vélbátaskrá 1908 - 2010 eftir Lárus Ægi Guðmundsson)

Tónleikar í Hólaneskirkju 6. apríl

  Skagfirski kammerkórinn heldur tónleika í Hólaneskirkju í kvöld fimmtudagskvöldið 6. apríl kl 20.