Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 1. nóvember 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun 2013 – fyrri umræða 2. Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla A-Hún 3. Byggðakvóti 4. Minnisblað Samband ísl. sveitarfélaga dags. 2. okt. 2012 5. Bréf: a. Brunavarna A-Hún, dags. 9. október 2012 b. Landssambands hestamanna, dags. 3. október 2012 6. Fundargerðir: a. Félags og skólaþjónustu A-Hún, 10.10.2012 b. Stjórnar SSNV, 2.10.2012 c. Hafnasambands Íslands, 15.10.2012 d. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 7.09.2012 7. Önnur mál Sveitarstjóri

Quieres hablar Español ?

Tókstu ekki örugglega eftir auglýsingunni um spænskunámskeiðið sem til stendur að halda á Skagaströnd á næstunni? Endilega drífðu þig í að skrá þig hjá Óla Benna svo hægt sé að byrja sem fyrst. Netfangið hjá honum er: olibenna@hi.is og svo er líka hægt að skrá sig í síma 4512210 og 8993172. Magnús Stefánsson, sem ætlar að kenna, segir að þetta sé létt bara ef fólk nennir og hefur áhuga fyrir að bæta við sig. Fyrirkomulagið verður þannig að kennt verður tvö kvöld í viku með einu kvöldi á milli. Annars verður fyrirkomulagið á kennslunni rætt strax í byrjun og það sniðið að óskum þeirra sem sækja námskeiðið. Ef eitthvað er óljóst í sambandi við þetta hafðu þá samband við Óla Benna í ofangreinda síma. Svo er auðvitað líka á döfinni námskeið í heitreykingu matvæla.......

Ekki skjóta tré!!!!

Tilmæli til rjúpnaveiðimanna Sveitarfélagið og Skógræktarfélag Skagastrandar skora á rjúpnaveiðimenn að stunda veiðarnar utan skógræktarsvæðisins í Spákonufellsborg. Síðastliðið sumar var mjög augljóst að talsvert af þeim viðkvæma trjágróðri sem þar er að vaxa upp hafði orðið fyrir haglaskotum og skemmst vegna þess. Sveitarfélagið Skagaströnd Skógræktarfélag Skagastrandar

Bókasafn Skagastrandar opnar á ný

Bókasafn Skagastrandar opnar á ný í Fellsborg, fimmtudaginn 25.október 2012, kl: 15:00 Opið verður mánudaga frá 16:00-19:00 miðvikudaga frá 15:00-17:00 og fimmtudaga frá 15:00-17:00 Bókavörður

Leikfimi - Zumba, jóga, pilates, circuit training

Leikfimi með Andreu og Höllu Karen Zumba, jóga, pilates, circuit training Þrír tímar í viku = 24 skipti og kostar 21.000 kr Þann 23. október er að fara af stað leikfimi með Andreu og Höllu Karen sem stendur til 6. desember. Leikfimin verður í íþróttahúsi Skagastrandar á þriðjudögum kl. 18:00-19:00, miðvikudögum kl:19:00-20:00 (miðvikudagstíminn breytist kanski) og fimmtudögum kl: 17:00-18:00. Greiða verður fyrir námskeiðið fyrir 25. október. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest Andrea og Halla Karen

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram á Skagaströnd laugardaginn 20. okóber n.k. Kosið verður í Fellsborg og hefst kjörfundur kl. 10:00 og stendur til kl. 21:00. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagaströnd

Takk fyrir komuna

Við hjá Rannsóknarsetri HÍ á Skagaströnd þökkum öllum sem komu í heimsókn til okkar um safnahelgina. Það gladdi okkur mjög hve margir nenntu að koma og aðstoða okkur við að finna út hvað er á myndum, sem við þekktum ekki. Einnig þökkum við öllum sem tóku þátt í að rifja upp með okkur sögu hafnarinnar. Við viljum minna á að Ólafur Bernódusson er við vinnu í setrinu alla virka daga frá 8 - 12 . Á þeim tíma eru allir meira en velkomnir því alltaf vantar okkur hjálp við að þekkja fólk og staði sem eru á myndum ljósmyndasafnsins. Einnig er fólk velkomið ef það langar að glugga í bækur úr safni Halldór Bjarnasonar, sem eru á staðnum. Bækurnar eru ekki til útláns en mjög góð lesaðstaða er hjá Rannsóknarsetrinu í gamla kaupfélagshúsinu. Ólafur er líka að vinna fyrir Farskólann og tekur fólk í viðtöl t.d. um námsframboð fyrir fullorðna og annað því tengt. Einnig býður hann upp á áhugasviðsgreiningu til að hjálpa fólki við að taka réttar ákvarðanir í sambandi við námsval. Auðvitað er líka hægt að hafa samband við okkur í síma 4512210 á hverjum morgni.

Söguleg safnahelgi í Spákonuhofi.

Spákonuhofið á Skagaströnd verður opið á laugardag og sunnudag eins og önnur söfn og setur á svæðinu í tengslum við Sögulega safnahelgi. Opið verður frá klukkan 12 til 18. Sögustundir og Spádómar- Bókin um Þórdísi spákonu á tilboði þessa helgi. Árnes á Skagaströnd verður opið á sama tíma . Kaffi og kleinur í boði fyrir gesti. Alltaf gaman að koma í Spákonuhofið .... sjáumst.

Badminton mánudaga og fimmtudaga

Badminton Við spilum badminton í Íþróttahúsinu á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 18:30-20:00. Bjóðum velkomna þá sem vilja kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt. Badmintonklúbbur Skagastrandar

Bókasafnið lokað vegna flutninga

Bókasafn Skagastrandar verður lokað um óákveðinn tíma vegna flutninga. Opnun í Fellsborg verður auglýst síðar. Bókavörður