Mynd vikunnar

Rækjuvinnsla Rækjuvinnslan var byggð á árunum 1971- 1974 og var þá hafin rækjuvinnsla í húsinu. Vinnsla lagðist svo af þar árið 2004 eftir samruna Skagstrendings Hf við FISK Seafood á Sauðárkróki. Meðan vinnsla var í gangi í húsinu var Rækjuvinnslan einn af burðarásunum í atvinnulífinu á Skagaströnd með tugi fólks í vinnu. Á þessari mynd eru tvær drottningar, Inga Lára Sigurðardóttir til vinstri og Árný Helgadóttir til hægri. Myndin var tekin sumarið 1993.

Árleg inflúensubólusetning haustið 2017

Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd Fimmtudaginn 28/9 kl: 9:00-11:00 Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir hópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald. Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi Þriðjudaginn 26/9 kl: 11:00-13:00 Fimmtudaginn 28/9 kl: 13:00-15:00 Föstudaginn 29/9 kl: 10:00-12:00

Mynd vikunnar

Þórbjörn og Kristján Glaðhlakkalegir á góðviðrisdegi. Þórbjörn Jónsson (d. 22.1.1996) frá Flankastöðum til vinstri og Kristján Hjartarson (d. 2.8.2003) frá Grund (Vík) til hægri. Báðir voru þessir menn fjölskyldumenn sem settu sterkan svip á samfélagið á Skagaströnd á sinni tíð, skemmtilegir og þekktir fyrir gamansemi og frumlegheit.

Opið hús hjá Nes Listamiðstöð

Opið hús @ Nes Listamiðstöð September Opið hús! föstudagur 22 KL. 16.00 - 18.00. Start off your weekend with some artistic inspiration ! If the weather is good to us...there is going to be a home-made ceramic oven/kiln, that will fire sculptures outside ! Sjáumst þarna þá !

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 20. september 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00. Dagskrá: Fjárhagsyfirlit jan – júní 2017 Umsókn um byggðakvóta 2017/2018 Reglur um stuðning við dreifnám 2017-2018 Samþykkt um kjör stjórna og nefnda sveitarfélagsins Tilnefning í samráðsvettvang sóknaráætlunar Málefni fatlaðra Fundur samráðshóps 8. september 2107 Fundur samráðshóps 30. ágúst 2017 Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra Bréf Lárusar Ægis Guðmundssonar, dags. 22. ágúst 2017 Bréf mennta og menningarmálaráðuneytis 16. ágúst 2017 Svarbréf sv.stj. vegna bréfs ráðuneytis, 29. ágúst 2017 Svarbréf ráðuneytis, 8. september 2017 Fundargerðir: Héraðsfundar og ályktun fundarins 24. ágúst 2017 Stjórnar SSNV, 22.08.2017 Stjórnar SSNV, 12.09.2019 Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 25.08.2017 Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 1.09.2017 Önnur mál Sveitarstjóri

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi auglýsir

Árleg inflúensubólusetning haustið 2017 Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi Þriðjudaginn 26/9 kl: 11:00-13:00 Fimmtudaginn 28/9 kl: 13:00-15:00 Föstudaginn 29/9 kl: 10:00-12:00 Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd Fimmtudaginn 28/9 kl: 9:00-11:00 Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir hópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald. Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.

Mynd vikunnar

Ægissíða Ægissíða, heimili ljósmyndarans Guðmundar Guðnasonar (d. 21.11.1988) og foreldra hans Guðna Sveinssonar (d. 15.11.1971) og Klemensínu Klemensdóttur (d.12.6.1966). Húsið er nú löngu horfið en mun að stofni til hafa verið flutt utan úr Kálfshamarsvík. Þar bjuggu í því Sigurður Júlíusson og Guðbjörg Guðjónsdóttir kona hans, líklega til 1943. Þá keyptu Björn Jóhannesson og Ragnheiður Jónsdóttir húsið og bjuggu í því til 1948, er þau fóru að Bergstöðum. Guðni Sveinsson og Klemensína Klemensdóttir bjuggu í húsinu eftir það, en líklega keypti Pálmi sonur þeirra húsið af Birni.

Ásdís Adda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari hefur störf.

Ásdís Adda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari hefur hafið störf á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Skagaströnd. Ásdís tekur á móti tímapöntunum og fyrirspurnum í síma 848-4720 og í tölvupósti sjukrathjalfunasdis@gmail.com Ásdís verður staðsett að Flúðabakka 2 á Blönduósi og Ægisgrund 14 á Skagaströnd.

Mynd vikunnar

Landsendarétt Landsendarétt stóð við Landsenda, sem er nyrsti endi Spákonufellshöfða, eða á sjávarbakkanum skammt norðan við Réttarholt. Eins og sjá má var meginhluti réttarinnar hlaðinn úr grjóti og enn (í júní 2017) má sjá leifar réttarinnar sem er löngu aflögð sem slík.

Húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára námsmanna .

Foreldrar eða forsjáraðilar námsmanna yngri en 18 ára, sem leigja húsnæði vegna náms fjarri lögheimili, eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi vegna barna sinna samkvæmt reglum um sérstakar húsnæðisbætur sem sveitarstjórn hefur samþykkt. Þar segir m.a. um húsnæðisstuðning til 15-17 ára barna: Foreldrar/forsjáraðilar geta sótt um stuðninginn á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastandar. Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15–17 ára barna sem leigja húsnæði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Með húsnæði er átt við herbergi á heimavist eða námsgörðum eða sambærilega aðstöðu á almennum markaði. Þegar fleiri en einn nemandi leigja saman íbúð getur húsnæðisstuðningur náð til þeirrar leigu enda sé gerður leigusamningur við hvern og einn. Um leigu á almennum markaði er gerð krafa um að hvorki umræddur nemandi né aðrir sem leigja húsnæðið séu náskyldir eða mikið tengdir leigusala. Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna nemenda skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 50% af leigufjárhæð. Húsnæðisstuðningur vegna nemenda getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 45.000 kr./mánuði. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns. Reglurnar í heild má finna á heimasíðunni undir "Samþykktir"